Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 08. mars 2018 13:40
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Icelandair
„Þetta voru mjög erfiðir tímar í byrjun tímabils en síðan ég kom hingað þá hafa hefur hann bætt frammistöðuna eftir því sem mér er sagt," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í einkaviðtali við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á tímabilinu.

Gylfi Þór varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann kom til félagsins frá Swansea á 45 milljónir punda í fyrrasumar. Eftir erfiða byrjun var Ronald Koeman rekinn frá Everton og Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gylfi komst þá á betra skrið líkt og lið Everton en fimm af sjö mörkum hans á tímabilinu hafa komið eftir að Sam tók við.

„Kaupin á Gylfa voru þau stærstu hjá okkur síðustu sumar og það jók pressuna á honum að standa sig. Hann þurfti að takast á við það andlega og ég tel að hann sé búinn að ná því núna," sagði Sam.

„Hann hefur skorað mjög mikilvæg mörk undanfarið og það er það sem við þurfum frá honum, að hann haldi áfram að skora og leggja upp mörk. Því fleiri mörk sem hann skorar því betri möguleika eigum við á að ná í þrjú stig."

Allir vilja spila í tíunni
Gylfi lýsti því yfir í viðtali á Fótbolta.net í vikunni að hann vilji helst spila á miðjunni en í vetur hefur hann mest spilað á vinstri kantinum hjá Eveton.

„Við erum með nokkrar „tíur" þar sem þeir vilja allir spila. Við þurfum að breyta liðinu af og til. Þetta snýst um framistöðuna að mínu mati. Margir leikmenn hafa spilað undir þeirri getu sem ég býst við og þeir búast við af sjálfum sér. Þess vegna hef ég þurft að gera of margar breytingar á liðinu."

„Gylfi segist hafa spilað mikið vinstra megin með íslenska landsliðinu sem og á miðjunni, í stöðu númer tíu eða sem framliggjandi miðjumaður. Við viljum hafa hann ofarlega á vellinum til að hann geti nýtt hæfileika sína í að skapa stoðsendingar og skora mörk."


Vill meira úr föstu leikatriðunum
Föstu leikatriðin hafa ekki skilað miklu hjá Everton á þessu tímabili en á síðasta tímabili lagði Gylfi upp ófá mörk með Swansea með horn og aukaspyrnum.

„Það hafa verið vonbrigði að föstu leikatriðin hafa ekki skapað eins mikið og við erum vanir að sjá frá honum. Vonandi bætist það við leik hans út tímabilið," sagði Sam.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam.
Athugasemdir
banner
banner