Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   sun 11. mars 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var fimmta val hjá Blikum - „Besta stjórn sem ég hef unnið með"
Ólafur á hliðarlínunni í Kópavogi.
Ólafur á hliðarlínunni í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hampaði titlinum stóra árið 2010, í fyrsta sinn.
Breiðablik hampaði titlinum stóra árið 2010, í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg, ég nefni nokkra og gleymi örugglega einhverjum. Þessir strákar, ásamt öðrum mynduðu góðan kjarna. Það var nauðsynlegt að nota þessa stráka eftir efnahagshrunið.
,,Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg, ég nefni nokkra og gleymi örugglega einhverjum. Þessir strákar, ásamt öðrum mynduðu góðan kjarna. Það var nauðsynlegt að nota þessa stráka eftir efnahagshrunið.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ólafur Kristjánsson náði sínum besta árangri sem þjálfari, hingað til, í Kópavoginum þar sem hann þjálfaði Breiðablik. Hann tók við Blikum árið 2006 eftir misheppnaða dvöl hjá Fram.

Óli, sem er í dag þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu FH, fer yfir tíma sinn hjá Blikum í góðu spjalli í þættinum Návígi sem er í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Kristjánsson í Návígi

Ólafur tók við Blikum á miðju tímabil árið 2006 en hann var ekki fyrsta nafn á blaði hjá félaginu.

„Ég var ekki að þjálfa framan af sumri og horfði svolítið á fótboltann frá hliðarlínunni. Ég var með í því að lýsa fyrsta leik Breiðabliks þá í efstu deild á móti Val á Kópavogsvellinum. Breiðablik vann þann leik."

„Bjarni Jóhannsson var að þjálfa Breiðablik þarna og hætti mánaðarmótin júní-júlí. Liðið var þá í neðri hlutanum, í fallbaráttu. Ég veit að það hafi verið búið að tala við einhverja fjóra um að taka við Breiðablik. Ég var fimmta val."

„Liðið var í slæmri stöðu og það var slökkviliðsstarf að reyna að bjarga hlutunum. Maður vinnur þá frá einum leik til annars."

Ólafur náði að bjarga Blikum frá falli árið 2006 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2010. Að hans sögn voru árin þarna á milli, 2007, 2008 og 2009 mjög brösótt.

„Við vorum með unga stráka, sem voru þá í þriðja flokki, sumir hverjir 90, 91 módel; Kristinn Steindórsson, Kristinn Jónsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg, ég nefni nokkra og gleymi örugglega einhverjum. Þessir strákar, ásamt öðrum mynduðu góðan kjarna. Það var nauðsynlegt að nota þessa stráka eftir efnahagshrunið."

„Breiðablik bjó vel að því að hafa góða árganga og frábæra aðstöðu. Og stjórn sem hafði kjark og þor til þess að horfa til lengri tíma."

Ólafur segir jafnframt að þarna hafi ríkt mikil átök.

„Það voru gríðarleg átök. Þeir sem eru áhorfendur, stuðningsmenn og oft á tíðum áhrifamenn í félögum, en eru kannski ekki í stöðum þar sem þeir stjórna, þeir láta oft stjórnast af tilfinningum en ekki af festu. Tilfinningarnar stjórnast af úrslitum og þegar úrslitin eru ekki góð fara menn í þetta klassíska að það þurfi að gera eitthvað í málunum og skipta um þjálfara."

„Það var undiralda í Breiðabliki. Það er eins og í öllum öðrum félögum, það eru einhverjir sem telja sig hafa ítök og eiga og mega. Það er svo sem alveg frjálst."

Úrslitin ekki alltaf góð en Blikarnir voru á leið í rétta átt undir stjórn Ólafs. Stjórnin stóð með honum.

„Stjórnin sem var hjá Breiðabliki þarna er sennilega minnst flókna stjórn og sú besta sem ég hef hingað til unnið með í íþrótum," segir Ólafur sem fékk fullt traust, hann segir það hafa verið gífurlega, gífurlega mikivlægt. Þetta traust skilaði sér.

Fimmti kosturinn stóð sig nú bara ágætlega, hann skilaði Íslandsmeistaratitil og bikarmeistaratitli í Kópavoginn.



Smelltu hér til að hlusta á Óla Kristjáns í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner