Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hópinn sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum. Um er að ræða 29 manna hóp en þetta er síðasti hópurinn sem er valinn áður en 23 manna hópur fyrir HM í Rússlandi verður valinn þann 11. maí.
„Það ber lítið á mlli leikmanna og við hefðum viljað taka fleiri," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.
Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur ekkert spilað með landsliðinu síðan á EM í Frakklandi 2016. Kolbeinn hefur verið að komast af stað undanfarnar vikur eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla.
„Við tökum hann emð til að sjá hversu líklegt er að hann verði klár fyrir lokakeppnina," sagði Heimir.
Kolbeinn er einn af sex framherjum í hópnum en Heimir íhugaði að taka Andra Rúnar Bjarnason einnig með. Andri Rúnar stóð sig vel gegn Indónesíu í janúar.
„Andri Rúnar heillaði okkur mjög mikið og við hefðum viljað taka hann með. Við fylgjumst með honum í framhaldinu," sagði Heimir.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er í hópnum en hann er að komast í gang eftir að hafa verið frá keppni síðan í nóvember vegna meiðsla á ökkla. Aron verður bara í leiknum gegn Mexíkó áður en hann fer heim til Cardiff.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru ekki með vegna meiðsla. Gylfi átti að vera í 30 manna hóp áður en hann meiddist gegn Brighton og enginn kemur inn í hans stað.
Fimm markmenn eru í hópnum en Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari segir að erfitt sé að gera upp á milli markvarða. Hann bætti við að Anton Ari Einarsson úr Val hafi einnig komið til greina í hópinn og sé næstur inn.
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga) og Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven) eru í hópnum en þeir verða með í leiknum gegn Mexíkó eftir viku áður en þeir fara til Norður-Írlands þar sem þeir spila með U21 árs landsliðinu í undankeppni EM mánudaginn 26. mars.
Athygli vekur að Rúnar Már Sigurjónsson miðjumaður St Gallen er ekki í 29 manna hópnum en hann hefur verið talsvert í landsliðshópnum undanfarin ár. Arnór Smárason er heldur ekki í hópnum en hann var í hópnum gegn Katar í nóvember.
„Þetta eru leikmenn sem hafa verið í hópnum en við munum fylgjast með þeim á næstunni," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um Rúnar og Arnór.
Leikurinn gegn Mexíkó fer fram eftir viku í San Francisco en leikurinn við Mexíkó fer fram í New York þriðjudaginn 27. júní.
„Það ber lítið á mlli leikmanna og við hefðum viljað taka fleiri," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.
Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur ekkert spilað með landsliðinu síðan á EM í Frakklandi 2016. Kolbeinn hefur verið að komast af stað undanfarnar vikur eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla.
„Við tökum hann emð til að sjá hversu líklegt er að hann verði klár fyrir lokakeppnina," sagði Heimir.
Kolbeinn er einn af sex framherjum í hópnum en Heimir íhugaði að taka Andra Rúnar Bjarnason einnig með. Andri Rúnar stóð sig vel gegn Indónesíu í janúar.
„Andri Rúnar heillaði okkur mjög mikið og við hefðum viljað taka hann með. Við fylgjumst með honum í framhaldinu," sagði Heimir.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er í hópnum en hann er að komast í gang eftir að hafa verið frá keppni síðan í nóvember vegna meiðsla á ökkla. Aron verður bara í leiknum gegn Mexíkó áður en hann fer heim til Cardiff.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru ekki með vegna meiðsla. Gylfi átti að vera í 30 manna hóp áður en hann meiddist gegn Brighton og enginn kemur inn í hans stað.
Fimm markmenn eru í hópnum en Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari segir að erfitt sé að gera upp á milli markvarða. Hann bætti við að Anton Ari Einarsson úr Val hafi einnig komið til greina í hópinn og sé næstur inn.
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga) og Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven) eru í hópnum en þeir verða með í leiknum gegn Mexíkó eftir viku áður en þeir fara til Norður-Írlands þar sem þeir spila með U21 árs landsliðinu í undankeppni EM mánudaginn 26. mars.
Athygli vekur að Rúnar Már Sigurjónsson miðjumaður St Gallen er ekki í 29 manna hópnum en hann hefur verið talsvert í landsliðshópnum undanfarin ár. Arnór Smárason er heldur ekki í hópnum en hann var í hópnum gegn Katar í nóvember.
„Þetta eru leikmenn sem hafa verið í hópnum en við munum fylgjast með þeim á næstunni," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um Rúnar og Arnór.
Leikurinn gegn Mexíkó fer fram eftir viku í San Francisco en leikurinn við Mexíkó fer fram í New York þriðjudaginn 27. júní.
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Excelsior)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Fredrik Schram (Roskilde)
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Kári Árnason (Aberdeen)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Jón Guðni Fjóluson (Norköping)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Theodór Elmar Bjarnason (Elazgispor)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Sóknarmenn
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)
Mögulegt byrjunarlið Mexíkó pic.twitter.com/UednGuy0wI
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 16, 2018
Mögulegt byrjunarlið Perú pic.twitter.com/UD72FWEBYy
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 16, 2018
Athugasemdir