Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 20. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
88 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
„Ég vil hrósa Íslendingum gríðarlega mikið fyrir þann fjölda fótboltamanna sem þjóðin býr til," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Sam er í dag stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton en á sínum tíma spiluðu Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen undir stjórn hans hjá Bolton. Sam segir magnað að sjá hvað margir öflugir leikmenn hafa komið frá Íslandi í gegnum tíðina.

„Allir á Íslandi ættu að vera mjög stoltir af þvo að búa til svona marga hæfileikaríka leikmenn sem spila í Evrópu sem og að komast á HM á þessu ári," sagði Sam við Fótbolta.net.

Sam hefur líkt og margir aðrir hrifist af árangri íslenska landsliðsins undanfarin ár og hann hrósar Heimi Hallgrímssyni sérstaklega fyrir hans þátt.

„Liðið hefur verið frábærlega skipulagt hjá þjálfaranum (Heimi Hallgrímssyni). Hann hefur leyft hæfileikunum í liðinu að njóta sín og ekki látið veikleikana koma í ljós. Leikmenn styðja hvorn annan og andrúmsloftið í liðinu er frábært sem hjálpar þeim þegar liðið spilar gegn öðrum liðum sem eru hæfileikaríkari. Liðsandinn og ástríðan er mikil hjá öllum leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins."

Sam segir að gengi Íslands á HM í sumar velti mikið á fyrsta leiknum gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

„Þetta veltur á því hvernig liðið byrjar. Þetta veltur mikið á fyrsta leiknum og hvernig úrslitin verða þar. Það gefur mikla vísbendingu því það skiptir ekki máli hverjum þú mætir á HM, það er erfitt að ná sigri í öllum leikjum," sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner