Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 21. mars 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho tók víkingaklappið í viðtali við Sveppa um Eið Smára
Næstkomandi mánudag, 26. mars, kemur þáttaröðin "Gudjohnsen" í Sjónvarp Símans Premium en um er að ræða þáttaröð um magnaðan feril Eið Smára Guðjohnsen. Eiður og Sveppi tóku þáttaröðina upp fyrr í vetur.

Mourinho talar þar um fyrstu kynni sín af Eiði Smára, mörk með Chelsea og Barcelona, mismunandi stöður sem Eiður spilaði á ferli sínum og margt fleira.

„Það var fallegt að horfa á hann spila fótbolta," sagði Mourinho um Eið Smára.

„Mér fannst hann alltaf geta orðið betri en hann var. Ég taldi hann hafa hæfileika til að verða ennþá betri. Hann naut hins vegar hvers einasta dag sem fótboltamaður og stundum er það betra en að vera betri fótboltamaður og vera ekki nægilega ánægður," sagði Mourinho meðal annars.

Í lokin reyndi Sveppi að fá Mourinho til að senda Auðunni Blöndal kveðju. Mourinho hló af þeirri beiðni en henti í víkingaklappið í staðinn.

Sjón er sögu ríkari en hægt er að horfa á klippuna hér að ofan.

Um þættina
Í þáttaseríunni GUDJOHNSEN gerir sjónvarpsmaðurinn -og skemmtikrafturinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

Saman ferðast vinirnir til 9 landa og gera þeim 16 félagsliðum sem Eiður spilaði fyrir á 22 ára tímabili skil. Þeir heimsækja borgir -og bæi sem Eiður hefur búið í í gegnum árin, kíkja á vellina sem hann hefur spilað á, skoða gömul heimili hans, hitta fyrrverandi kollega -bæði innan vallar sem utan og fara almennt yfir hvernig líf Eiðs var á hverjum stað og á hverri stund fyrir sig.

Þetta ferðalag Sveppa og Eiðs í gegnum fortíðina er fræðandi og á sama tíma skemmtilegt þar sem persónulega nálgunin og áratuga löng vinátta þeirra skín í gegn og býður upp á frábæra og afslappaða skemmtun.

Þáttur 1 “Barnakarl” -Æskuslóðir í Breiðholti. ÍR. Valur. PSV Eindhoven.

Þáttur 2 “Harðákveðin” - KR. Bolton. Chelsea. Jimmy Floyd Hasselbaink.

Þáttur 3 “The Special One” - Chelsea. Gianfranco Zola. Frank Lampard. Jose Mourino.

Þáttur 4 “La buena vida” - Barcelona. Andrés Iniesta.

Þáttur 5 “Vegbúinn” - Monaco. Tottenham. Stoke. Fulham. AEK Athens.

Þáttur 6 “Draumur um Kína” - Cercle Brugge. Club Brugge. Bolton. Shijiazhuang Ever Bright.

Þáttur 7 “Fyrir Ísland” - Molde. Landsliðið. Ole Gunnar Solskjær.

Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium frá og með mánudeginum.
Athugasemdir
banner
banner