Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 31. mars 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Shaqiri ekki sáttur - Segir að það vanti meiri gæði í kringum sig
Mynd: Getty Images
Það verður að teljast líklegt að Xherdan Shaqiri leikmaður Stoke City muni ekki leika með liðinu á næsta tímabili en hann virðist vera orðinn þreyttur á gengi Stoke þessa dagana.

„Tilfinningin að Ronaldinho gæti ekkert gert í þessu liði er slæm," sagði Shaqiri.

„Það munar um það að vera með leikmenn eins og Ribery og Thiago með sér í liði þegar ég var hjá Bayern eða Icardi og Kovacic hjá Inter."

„Hjá Stoke get ég ekki búist við jafn miklu, aðal ástæðan fyrir því er sú að það vantar meiri gæði í kringum mig," sagði Shaqiri.

Stoke City er þessa stundina í fallsæti með 27. stig, þremur stigum frá öruggu sæti, þeir mæta á morgun Arsenal en leikur liðanna hefst klukkan 12:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner