Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 13. maí 2005 15:14
Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar ætla að lögsækja Guðjón
Mynd: Merki
Keflvíkingar ætla að leita réttar síns fyrir dómstólum vegna uppsagnar Guðjóns Þórðarsonar á samningi sínum við félagið en þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þar staðfestir Rúnar V. Arnarson formaður deildarinnar þetta og að Kristján Guðmundsson aðstoðarþjálfari muni stýra liðinu þar til eftirmaður Guðjóns finnst.

,,Þessi yfirlýsing Guðjóns er fráleit," sagði Rúnar við Víkurfréttir.

,,Hann getur ekki sagt upp samningnum. Samningurinn er skotheldur og þetta mál fer sína leið.Við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að undirbúa okkur eftir fremsta megni fyrir komandi sumar."

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, segir í viðtali við Víkurfréttir að afsögn Guðjóns hafi komið flatt upp á leikmenn liðsins.

,,Þetta er mikið áfall fyrir okkur alla. Við vorum farnir að hlakka til sumarsins og að leika undir hans stjórn. Það dugar þó ekki að leggjast í volæði yfir þessu, því þetta er á milli Guðjóns og stjórnarinnar. Við leikmenn snúum bökum saman og leggjum okkur fram fyrir liðið."

Guðmundur bætir því við að hann sjálfur beri engan kala til Guðjóns. ,,Hann er góður þjálfari og reyndist mér vel á þeim tíma sem ég vann með honum og hann breytti mörgu fyrir mig persónulega."

Heimild: Víkurfréttir - VF.is
Athugasemdir
banner
banner