Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. apríl 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 9. sæti
Haukar fagna marki í fyrra.
Haukar fagna marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Ásberg Hilmarsson með boltann.
Haukur Ásberg Hilmarsson með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Aðalgeirsson á sprettinum.
Arnar Aðalgeirsson á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

9. Haukar
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Inkasso-deildinni
Haukar hafa fest sig í sessi í Inkasso-deildinni undanfarin ár með kjarna af ungum og uppöldum leikmönnum. Uppskriftin er svipuð á Ásvöllum en nú eru Haukar með nýjan mann við stjórnvölinn.

Þjálfarinn: Kristján Ómar Björnsson tók við þjálfun Hauka af Stefáni Gíslasyni eftir síðasta tímabil. Kristján Ómar er fyrrum leikmaður Hauka en í fyrra var hann spilandi þjálfari hjá Álftanesi.

Styrkleikar: Heimavöllurinn hefur verið mjög drjúgur hjá Haukum undanfarin ár og það hefur ekki verið gaman fyrir andstæðinga þeirra að koma í heimsókn á Gaman ferðavöllinn á Ásvöllum. Haukar töpuðu bara einum heimaleik í fyrra. Liðið er vel skipulagt hjá Kristjáni Ómari og leikmenn tilbúnir að leggja mikið á sig. Haukahjartað í liðinu er stórt og góður kjarni leikmanna hefur spilað lengi saman bæði í meistaraflokki og yngri flokkunum.

Veikleikar: Björgvin Stefánsson hefur séð um að draga vagninn í markaskorun en hann var næstmarkahæstur í Inkasso-deildinni í fyrra með 14 mörk. Krefjandi verður að fylla hans skarð. Aron Jóhannsson hefur verið í lykilhlutverki og hann er einnig horfinn á braut. Spurning er hvort hópurinn sé nægilega öflugur til að geta forðast botnbaráttuna.

Lykilmenn: Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Gunnarsson og Haukur Ásberg Hilmarsson.

Gaman að fylgjast með: Jökull Blængsson er ungur og efnilegur markvörður sem er í láni frá Fjölni. Fær tækifærið á milli stanganna hjá Haukum.

Komnir:
Aran Nganpanya frá Þrótti V.
Arnar Steinn Hansson frá Aftureldingu
Jökull Blængsson frá Fjölni (Á láni)
Indriði Áki Þorláksson frá Fram
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni (Á láni)
Sigmundur Einar Jónsson frá Álftanesi
Sverrir Bartolozzi frá Stjörnunni

Farnir:
Aron Jóhannsson í Grindavík
Björgvin Stefánsson í KR
Harrison Hanley
Sindri Scheving í Víking R. (Var á láni)
Terrance William Dieterich í Stjörnuna (Var á láni)
Trausti Sigurbjörnsson
Þórir Jóhann Helgason í FH

Fyrstu þrír leikir Hauka
5. maí Haukar - Þór
12. maí Haukar - Magni
18. maí ÍA - Haukar
Athugasemdir
banner
banner
banner