Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. apríl 2018 09:40
Elvar Geir Magnússon
Lið 1. umferðar - Átta lið eiga fulltrúa
Patrick Pedersen er í liðinu.
Patrick Pedersen er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron fer af stað með látum.
Sveinn Aron fer af stað með látum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni bolti er í liðinu.
Binni bolti er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hörð samkeppni um að komast í úrvalslið 1. umferðar Pepsi-deildarinnar enda margir leikmenn sem voru að gera fantagóða hluti.

Fótbolti.net fjallar vel um alla leiki deildarinnar og eftir hvern leik skila fréttaritarar skýrslu. Úrvalsliðið er sett saman eftir þessum skýrslum.

Fyrstan ber að nefna þjálfara umferðarinnar en Ágúst Gylfason fær þennan titil eftir flottan 4-1 sigur Breiðabliks í fyrsta Pepsi-leik undir hans stjórn. Blikar unnu ÍBV en Sveinn Aron Guðjohnsen þakkaði traustið sem hann fékk með byrjunarliðssæti og skoraði tvívegis.

Sveinn er í úrvalsliðinu og fær þar félagsskap Jonathan Hendrickx, sannkallaður happafengur hjá Breiðabliki að fá þennan belgíska bakvörð.



Víkur þá sögunni að opnunarleiknum, viðureign Vals og KR. Dion Acoff rétt missti af sæti í úrvalsliðinu en þar er Patrick Pedersen sem var magnaður í 2-1 sigurleiknum og sýndi gæði sín trekk í trekk. Einnig Haukur Páll Sigurðsson sem var hrikalega öflugur á miðjunni, sérstaklega í seinni hálfleik.

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, byrjar mótið frábærlega og geta Suðurnesjamenn þakkað honum fyrir stig í fyrstu umferð. 2-2 gegn Stjörnunni. Stjarnan á sinn fulltrúa í liðinu en eins og oft áður var Hilmar Árni Halldórsson potturinn og pannan í spilamennsku Stjörnunnar. Hann skoraði bæði mörk liðsins.

Úrvalsliðinu er stillt upp í 3-4-3 en með Hendrickx í vörninni eru Halldór Smári Sigurðsson í Víkingi og Guðmundur Kristjánsson í FH. Halldór hafði í nægu að snúast þegar Víkingur vann 1-0 sigur gegn Fylki og var hrikalega kraftmikill og mikilvægur.

Miðjumaðurinn Guðmundur er í afleysingum í vörn FH en hann átti mjög góðan vinnudag þegar FH vann 1-0 útisigur gegn Grindavík. Steven Lennon skoraði sigurmark leiksins en hann er einnig í úrvalsliðinu.

Hinir afskaplega hæfileikaríku Birnir Snær Ingason og Ásgeir Sigurgeirsson komust báðir á blað með því að skora í 2-2 jafntefli Fjölnis og KA. Þeir afreka það einnig að komast í þetta úrvalslið.
Athugasemdir
banner
banner
banner