Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 4. sæti
Stjörnunni er spáð 4. sæti í sumar.
Stjörnunni er spáð 4. sæti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er mætt aftur eftir barneignaleyfi í fyrra.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er mætt aftur eftir barneignaleyfi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Stjarnan
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

4. Stjarnan
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Pepsi-deild
Eftir Íslandsmeistaratitil 2016 þá gekk titilvörnin illa hjá Stjörnunni í fyrra og niðurstaðan varð 4. sæti. Liðið fór í bikarúrslit og áfram í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni.

Þjálfarinn: Ólafur Þór Guðbjörnsson er á sínu fimmta ári sem þjálfari Stjörnunnar en hann gerði nýjan samning síðastliðið haust. Ólafur þjálfaði áður U19 ára landslið kvenna í tíu ár samfleytt en þar áður þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Breiðabliki.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Stjörnunnar.

Styrkleikar: Vel þjálfaðar, agaðar og vilja alltaf vinna alla leiki. Hafa marga leikmenn innanborðs sem kunna að vinna og hafa mikla hæfileika. Eru með landsliðsmenn sem geta breytt leikjum og bæði leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn þekkja vel hvað það er að vinna. Það er aldrei hægt að afskrifa Stjörnuna.

Veikleikar: Stjarnan hefur misst marga góða leikmenn og verður fróðlegt að sjá hvernig þær leysa það. Þær skora alltaf mörk en það gæti orðið höfuðverkur í sumar hvernig Stjarnan ætlar að koma í veg fyrir að fá á sig mörk. Breiddin virðist ekki vera mikil og þær mega ekki við miklum skakkaföllum í sumar með sinn litla hóp.

Lykilleikmenn: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er ungur afar efnilegur varnarmaður sem gæti fengið að skína í sumar í Garðabænum.

Komnar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - Var meidd
Birna Kristjánsdóttir frá Noregi
Birta Guðlaugsdóttir frá Víkingi Ó.
Brittany Basinger frá Bandaríkjunum
Megan Dunnigan frá FH
Telma Hjaltalín Þrastardóttir - Var meidd
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - Var meidd

Farnar
Agla María Albertsdóttir í Breiðablik
Donna Kay Henry
Gemma Fay
Kim Dolstra til Noregs
Kristrún Kristjánsdóttir ólétt
Lorina White til Svíþjóðar

Fyrstu leikir Stjörnunnar
3. maí Stjarnan - Breiðablik
9. maí Valur - Stjarnan
15. maí Stjarnan - Selfoss

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner