Íranarnir þrír sem ÍBV fékk til sín í lok mars hafa fengið leikheimild með Vestmannaeyjaliðinu.
Leikmennirnir eru Irman og Eshan Sarbazi og Parsa Zamaniand. Þeir koma til með að vera í Vestmannaeyjum í sumar.
Þeir koma úr sömu akademíu í Íran og framherjinn Shahab
Zahedi Tabar sem kom til ÍBV fyrir síðasta tímabil. Shahab sýndi góða takta með ÍBV í fyrra og fjögur mörk í níu deildarleikjum. Hann spilar áfram með ÍBV í sumar og fær góðan félagsskap.
Leikmennirnir eru Irman og Eshan Sarbazi og Parsa Zamaniand. Þeir koma til með að vera í Vestmannaeyjum í sumar.
Þeir koma úr sömu akademíu í Íran og framherjinn Shahab
Zahedi Tabar sem kom til ÍBV fyrir síðasta tímabil. Shahab sýndi góða takta með ÍBV í fyrra og fjögur mörk í níu deildarleikjum. Hann spilar áfram með ÍBV í sumar og fær góðan félagsskap.
Af þessum þremur Írönum, þá er Ehsan Sarbazi þekktastur. Hann er 23 ára miðjumaður. Hinir tveir eiga eftir að skapa sér nafn í fótboltanum ef svo má segja. Spurning hvort þeir geri það í Vestmannaeyjum. í sumar.
Þegar Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu þann 28. mars, þá sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV:
„Einhverjir verða í KFS og kannski einhverjir með okkur. Þetta tekur tíma eins og sást með Shahab í fyrra."
KFS leikur í 4. deildinni.
Athugasemdir