Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 06. maí 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger var kvaddur í dag - Vildi ekki hætta
Mynd: Getty Images
Arsenal kvaddi Arsene Wenger fyrr í dag er Arsenal valtaði yfir Burnley í Evrópudeildarbaráttunni.

Arsenal skoraði fimm mörk í síðasta heimaleik Wenger við stjórnvölinn hjá félaginu og tryggði sér sjötta sætið sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Arsene fékk mjög góðar kveðjur, enda flestir sammála um að tími væri kominn til breytinga eftir 22 ára samleið.

Áhorfendum voru gefnir 'Merci Arsene' bolir, til að þakka stjóranum fyrir vel unnin störf á hans eigin móðurmáli, og voru sungnir lofsöngvar um hann.

„Takk fyrir að leyfa mér að vera við stjórnvölinn svona lengi, ég veit að það var erfitt á köflum. Þegar allt kemur til alls þá er ég eins og þið, ég er stuðningsmaður Arsenal líka," sagði Wenger í þakkarræðunni á Emirates.

„Ég vil ljúka þessu með einföldum orðum. Ég mun sakna ykkar. Ég vonast til að sjá ykkur aftur sem fyrst."

Wenger viðurkenndi í tilfinningaþrungnu viðtali við Sky eftir leikinn að hann hafi ekki viljað hætta strax.

„Þetta er mjög erfitt, ég vil ekki að þessu ljúki en því miður verður þessu að ljúka núna. Það mun taka mig smá tíma að tengjast sjálfum mér og átta mig á því hvað ég vil gera næst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner