banner
   mán 07. maí 2018 13:05
Elvar Geir Magnússon
HM-hópur Íslands opinberaður á föstudag - Verður hópurinn svona?
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfitt val bíður Heimis.
Erfitt val bíður Heimis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var spáð í komandi landsliðsval Heimis Hallgrímssonar.

Á föstudaginn verður opinberað hvaða 23 leikmenn fá flugmiða á HM í Rússlandi, fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu þann 16. júní en í riðlinum eru einnig Nígería og Króatía.

Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir Magnússon og Hjörvar Hafliðason fóru í það gríðarlega erfiða verkefni að reyna að velja hóp. Ljóst er að Heimir á erfitt verkefni fyrir höndum en reynt var að lesa í hugarheim Heimis, sem er ansi erfitt enda heldur hann spilunum þétt að sér!

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna en þar er líka farið yfir þá sem banka á dyrnar í hópnum.

Þeir feitletruðu fara í flokkinn „hinir ósnertanlegu" en það eru þeir leikmenn sem eiga bókað sæti í hópnum.

Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson

Ögmundur Kristinsson

Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Ari Freyr Skúlason

Jón Guðni Fjóluson
Hjörtur Hermannsson

Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson
Jóhann Berg Guðmundsson

Ólafur Ingi Skúlason
Rúrik Gíslason
Theodór Elmar Bjarnason
Albert Guðmundsson

Alfreð Finnbogason
Jón Daði Böðvarsson

Björn Bergmann Sigurðarson

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna en hún er auðvitað líka í Podcastinu.
Athugasemdir
banner
banner