Fyrsta umferðin í Inkasso-deildinni fór fram með látum á laugardaginn þegar sex leikir voru á dagskrá.

Gonzalo Zamorano og Ibrahim Barrie voru báðir á skotskónum í 2-0 útisigri Víkings Ólafsvíkur gegn ÍR.
Arnar Aðalgeirsson var bestur hjá Haukum í 2-2 jafntefli gegn Þór og í 2-2 jafntefli Fram og Selfoss voru Kristófer Páll Viðarsson og Guðmundur Magnússon bestir.
Einar Logi Einarsson og Ragnar Leósson voru valdir bestir hjá ÍA í 1-0 sigri á Leikni R. í Akraneshöllinni og í Njarðvík var pólski markvörðurinn Robert Blakala maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R.
Athugasemdir