Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri elsta knattspyrnufélags heims, Notts County. Guðjón hætti eins og öllum ætti að vera kunnugt með lið Keflavíkur síðastliðinni föstudag og kenndi um vanefndum Suðurnesjaliðsins. Forráðamenn félagsins vísa því á bug að um vanefndir hafi verið að ræða.
Guðjón hafði vikuna áður en hann sagði upp hjá Keflavík verið mikið orðaður við Notts County og kemur ekki á óvart að hann skuli taka við starfinu nú í dag.
Keflavík lék í gær fyrsta leik sinn á Íslandsmótinu er þeir töpuðu 0-3 fyrir Íslandsmeisturum FH í efstu deild karla. Kristján Guðmundsson sem var aðstoðarmaður Guðjóns stýrði Keflvíkingum í þeim leik en nú í þessari viku kemur í ljós hvort hann verði ráðinn þjálfari liðsins eða hvort annar maður verði ráðinn.
Athugasemdir