Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
   mán 07. maí 2018 22:29
Ingólfur Stefánsson
Óli Stefán: Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi
Mynd: Raggi Óla
Óli Stefán Flóventsson var ánægður með sína menn í Grindavík eftir 2-0 sigur á Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld.

„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."

Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.

„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."

„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."

„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."


Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.

„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."

„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
Athugasemdir
banner