Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   mán 07. maí 2018 22:29
Ingólfur Stefánsson
Óli Stefán: Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi
Mynd: Raggi Óla
Óli Stefán Flóventsson var ánægður með sína menn í Grindavík eftir 2-0 sigur á Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld.

„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."

Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.

„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."

„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."

„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."


Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.

„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."

„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
Athugasemdir
banner
banner