Óli Stefán Flóventsson var ánægður með sína menn í Grindavík eftir 2-0 sigur á Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld.
„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."
Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.
„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."
„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."
„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."
Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.
„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."
„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."
Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.
„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."
„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."
„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."
Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.
„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."
„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
Athugasemdir