Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 07. maí 2018 22:29
Ingólfur Stefánsson
Óli Stefán: Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi
Mynd: Raggi Óla
Óli Stefán Flóventsson var ánægður með sína menn í Grindavík eftir 2-0 sigur á Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld.

„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."

Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.

„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."

„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."

„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."


Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.

„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."

„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner