Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 07. maí 2018 22:29
Ingólfur Stefánsson
Óli Stefán: Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi
Mynd: Raggi Óla
Óli Stefán Flóventsson var ánægður með sína menn í Grindavík eftir 2-0 sigur á Keflavík í Pepsi deildinni í kvöld.

„Við þurftum að eiga toppleik, við þurftum að tengja saman góða frammistöðu úr síðasta leik og við náðum því og náðum góðum leik. Úrslitin voru samkvæmt því og ég er mjög mjög ánægður með frammistöðuna bæði sóknarlega og varnarlega í dag."

Það var mikil barátta í leiknum í kvöld og hvorugt liðanna skapaði sér mikið í fyrri hálfleiknum. Grindvíkingar refsuðu Keflvíkingum svo í síðari hálfleik.

„Þetta var stöðug barátta og það var svo sem alveg við því búist þegar þessi lið mætast. Menn þurfa að taka ruslavinnuna fyrst og fremst og fyrri hálfleikur fór í það."

„Við náðum að skerpa á því í hálfleik að fókusa á einföldu hlutina, sendingar, móttökur og koma boltanum hraðar í svæði. Við náðum því mjög vel í seinni hálfleik."

„Við komum okkur í frábærar stöður og skorum góðum mörk og vorum með leikinn í greipum okkar þegar við fundum fyrsta markið."


Aron Jóhannsson kom inn í lið Grindavíkur í kvöld og hann spilaði vel ásamt Sam Hewson á miðjunni.

„Aron er flottur strákur, við höfum beðið eftir því að setja hann inn í efstu deild en hann sveik okkur ekki í dag með sinni frammistöðu."

„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir."
Athugasemdir
banner
banner