þri 08. maí 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 2. umferðar - Þrír Blikar og þrír KR-ingar
Jonathan Hendrickx er sá eini sem er í úrvalsliðum beggja fyrstu umferðanna.
Jonathan Hendrickx er sá eini sem er í úrvalsliðum beggja fyrstu umferðanna.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sam Hewson var maður leiksins í Keflavík.
Sam Hewson var maður leiksins í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. umferð Pepsi-deildarinnar er að baki en aðeins Breiðablik hefur náð að vinna fyrstu tvo leiki sína.

Fótbolti.net fjallar vel um alla leiki deildarinnar og eftir hvern leik skila fréttaritarar skýrslu. Úrvalsliðið er sett saman eftir þessum skýrslum.



Breiðablik vann flottan 3-1 útisigur gegn FH. Jonathan Hendrickx er aftur í úrvalsliðinu og þar eru einnig Damir Muminovic og hinn magnaði Gísli Eyjólfsson.

Í marki úrvalsliðsins er hinn ungi Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, sem stóð sig vel í 2-1 sigri gegn KA. Emil Ásmundsson er einnig í úrvalsliðinu og Helgi Sigurðsson er þjálfari umferðarinnar.

Í hjarta varnarinnar er Sölvi Ottesen sem var geggjaður í baráttuleik Víkings og Vals sem endaði 0-0. Án nokkurs vafa maður leiksins. Kaj Leo í Bartalsstovu í ÍBV byrjar tímabilið vel og var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Fjölni í rokleiknum í Vestmannaeyjum.

KR-ingar unnu dramatískan 3-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í frábærum fótboltaleik. Kristinn Jónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Björgvin Stefánsson eru fulltrúar KR í úrvalsliðinu en þeir tveir síðarnefndu skoruðu í leiknum.

Þá var Sam Hewson maður leiksins þegar Grindavík vann Keflavík í Suðurnesjaslag en hann skoraði í leiknum.

Þriðja umferð deildarinnar fer af stað á laugardaginn.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner