Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 08. maí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Þrjú lið fá sérstakt hrós
Mynd: Fótbolti.net
Breiðablik sótti þrjú stig í Kaplakrika.
Breiðablik sótti þrjú stig í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér að neðan má sjá uppgjör Tryggva eftir aðra umferðina.



Blikarnir þorðu
Blikar eru að byrja frábærlega. Þeir fengu nokkuð auðveldan heimaleik í fyrstu umferð gegn ÍBV og afgreiddu hann vel. Síðan kom alvöru próf strax á eftir gegn FH á útivelli og Blikar stóðust aldeilis prófið. Blikar voru góðir í gær en FH-ingar voru líka slakir. Blikar gerðu það sem ég talaði um að sé eina vitið gegn FH í Kaplakrika. Það er að mæta og þora. Það er oftast það sem skilar árangri gegn FH á þeirra heimavelli. Blikarnir gerðu það vel.

Ströggl hjá Stjörnunni en sterkt hjá KR
Í hinum stórleiknum í umferðinni hafði KR betur gegn Stjörnunni. Stjarnan er að fara mjög illa af stað. Eitt stig eftir tvo heimaleiki. Þeir eru búnir að fá á sig fimm mörk í tveimur leikjum sem er ekki boðlegt ef þú ætlar að vera í einhverri toppbaráttu. Engu að síður verður að hrósa KR-ingum og Rúnari Kristinssyni líka. Hann gerði breytingar á liðinu sem skiluðu sér. Þetta var sterkt hjá KR eftir að hafa tapað jafnteflinu niður á Hlíðarenda. Það verður að hrósa fyrir það. Þetta er skemmtilegt fyrir mótið. Blikar eru eina liðið með fullt hús stiga og síðan stefnir í smá spennu.

Víkingur fær ekki mörk á sig
Víkingarnir voru að spila sinn annan heimaleik á skítagrasi. Það hlakkar í gervigrasunnendum landsins þegar menn sjá myndir frá þessu. Það þarf að spila leikina og Víkingarnir hafa gert það vel þó að það hafi ekki verið fallegt. Þeir eru með fjögur stig og eru eina liðið sem hefur haldið hreinu í báðum leikjunum. Það ber að hrósa fyrir það. Ég hrósaði báðum miðvörðum Víkinga eftir Fylkisleikinn og vissi um leið og Sölvi Geir Ottesen yrði klár þyrfti annar þeirra að víkja. Ég var að vona að annar þeirra færi inn á miðjuna fyrir Milos Ozegovic sem mér leist ekkert á. Sölvi kom sterkur inn í gær og þeir halda áfram hreinu. Markvörðurinn sem kom fimm mínútur í mót er ekki ennþá búinn að fá á sig mark og það er flott.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Athugasemdir
banner