fim 10. maí 2018 10:00
Fótbolti.net
Bjöggi Stef spáir í leiki 2. umferðar í Inkasso
Björgvin Stefánsson fagnar marki sínu gegn Stjörnunni um síðustu helgi.
Björgvin Stefánsson fagnar marki sínu gegn Stjörnunni um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Brynjar Jónasson skorar þrennu samkvæmt spá Björgvins.
Brynjar Jónasson skorar þrennu samkvæmt spá Björgvins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson var með fjögur úrslit rétt af sex þegar hann spáði í spilin í fyrstu umferðinni í Inkasso-deildinni um síðustu helgi.

Björgvin Stefánsson, framherji KR, spáir í aðra umferðina sem hefst í dag og lýkur á laugardaginn.



Þór 1 - 3 ÍA (16:00 í dag)
Skaginn er með besta hópinn í deildinni og ná í góðan sigur á erfiðum útivelli.

Leiknir 2 - 1 Njarðvík (19:15 á morgun)
Sólon verður öflugur í sumar eftir að hafa prakkarast aðeins fyrir Vestan í vetur. Skorar bæði mörk Leiknis sem sigla þessu þægilega.

Þróttur 2 - 0 Fram (19:15 á morgun)
Easy hjá Þrótturum. Viktor Jóns skorar ef hann spilar. Fram finnst mér óspennandi lið.

Selfoss 1 - 2 ÍR (14:00 á laugardaginn)
Lærisveinar Binna Gests vinna underdog sigur. Minn Vik og AJ Zizou með mörkin fyrir Breiðhyltinga á meðan tívolílurkurinn Egill Gilles Ondo setur hann fyrir heimamenn.

HK 4 - 4 Víkingur Ó. (14:00 á laugardaginn)
Senur. Sprengingar og læti á borð við Rammstein í Kórnum. Binni Jó setur þrennu og Göltur Gunnarsson eitt. Kwame Quee skorar fyrir Ólsara og tekur Take The L eins og Griezmann.

Haukar 4 - 0 Magni (16:00 á laugardaginn)
Mínir menn bjóða Magnamenn velkomna í deildina og rasskella þá. Arnar Aðalgeirs er orðinn funheitur og setur tvö. Gunni Gunn er búinn að æfa David Luiz aukaspyrnu í svona fjögur ár og var nálægt því að setjann á móti Þór í fyrstu umferð. Syngur í netinu núna. Svo held ég að Gylfi Steinn komi inná og skori, því miður. Verður svo með króníska eurovision standpínu restina af kvöldinu, “slysast” á B5 þar sem hrokinn mun leka af honum en hann verður ekki lucky í þetta skiptið, ekki frekar en venjulega.

Fyrri spámenn
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner