Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 09. maí 2018 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea þarf að treysta á tap hjá Liverpool
Huddersfield heldur sér uppi - Swansea á leiðinni niður
Huddersfield tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með jafntefli gegn Chelsea.
Huddersfield tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með jafntefli gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði fyrir Leicester.
Arsenal tapaði fyrir Leicester.
Mynd: Getty Images
Toure lék sinn síðasta leik á Etihad-vellinum.
Toure lék sinn síðasta leik á Etihad-vellinum.
Mynd: Getty Images
Tottenham tryggði sér Meistaradeildarsæti.
Tottenham tryggði sér Meistaradeildarsæti.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að Chelsea á ekki lengur mikinn möguleika á Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð eftir að hafa gert jafntefli við Huddersfield á heimavelli í kvöld. Nýliðar Huddersfield börðust fyrir jafnteflinu en eftir það er ljóst að liðið verður áfram í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Huddersfield komst yfir í upphafi seinni hálfleiks á Brúnni áður en Marcos Alonso jafnaði fyrir Chelsea. Fráfarandi Englandsmeistarar reyndu að kreista inn öðru marki en Jonas Lössl og varnarmenn Huddersfield björguðu hetjulega.

Frábær árangur hjá Huddersfield en það braust út mikill fögnuður hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Huddersfield eftir leikinn í kvöld. Swansea er svo gott sem fallið eftir úrslitin á Brúnni.


Til þess að Chelsea nái Meistaradeildarsæti þarf liðið að treysta á það að Brighton vinni Liverpool í lokaumferðinni. Chelsea þarf á meðan að bera sigur úr býtum gegn Newcastle í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina er Liverpool tveimur stigum á undan Chelsea.

Ef Liverpool misstígur sig í lokaumferðinni og missir af topp fjórum í deildinni, þá er alls ekki víst að öll von sé úti hjá þeim því liðið spilar til úrslita í Meistaradeildinni gegn Real Madrid í Kænugarði 26. maí. Sigur þar tryggir liðinu í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef allt fer á versta veg í lokaumferð deildarinnar.

Chelsea 1 - 1 Huddersfield
0-1 Laurent Depoitre ('50 )
1-1 Marcos Alonso ('62 )

Tottenham komið í Meistaradeildina
Það voru þrír aðrir leikir í kvöld. Arsenal tapaði fyrir Leicester 3-1 í næst síðasta leik Arsene Wenger við stjórnvölinn. Kelechi Iheanacho kom Leicester yfir á 14. mínútu en í sókninni eftir það fékk varnarmaðurinn efnilegi Konstantinos Mavropanos að líta beint rautt spjald, fyrir brot á einmitt Iheanacho.

Pierre Emerick Aubameyang náði að jafna fyrir 10 menn Arsenal en Jamie Vardy og Riyad Mahrez sáu til þess að Leicester tók stigin þrjú úr leiknum á King Power-vellinum.

Leicester City 3 - 1 Arsenal
1-0 Kelechi Iheanacho ('14 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('53 )
2-1 Jamie Vardy ('76 , víti)
3-1 Riyad Mahrez ('90 )
Rautt spjald: Konstantinos Mavropanos, Arsenal ('15)

Manchester City bætti nokkur met með sigri sínum á Brighton í kvöld. Englandsmeistararnir unnu 3-1 og eru nú með metið yfir flest stig, flest mörk og flesta sigra á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var líklega kveðjuleikur Yaya Toure fyrir Manchester City. Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins.


Manchester City 3 - 1 Brighton
1-0 Danilo ('16 )
1-1 Leonardo Ulloa ('20 )
2-1 Bernardo Silva ('34 )
3-1 Fernandinho ('72 )

Þá tryggði Tottenham sér Meistaradeildarsæti með 1-0 sigri á Newcastle. Harry Kane skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Kane er kominn með 28 deildarmörk og er þremur mörkum á eftir Mohamed Salah fyrir lokaumferðina í baráttunni um gullskóinn.

Tottenham komst upp fyrir Liverpool með þessum sigri í þriðja sæti deildarinnar. Newcastle er áfram í tíunda sæti.

Tottenham 1 - 0 Newcastle
1-0 Harry Kane ('50 )


Athugasemdir
banner
banner