Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. maí 2018 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wagner: Það minnsta sem hægt er að gera fyrir góðan vin
,,Er svo ótrúlega stoltur"
Mynd: Getty Images
„Enskan mín er ekki nægilega sterk svo ég geti hrósað leikmönnunum eins mikið og þeir eiga skilið," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield, eftir 1-1 jafntefli gegn Chelsea í kvöld.

Stigið þýðir að Huddersfield verður áfram í deild þeirra bestu á Englandi á næsta tímabili.

„Ef þú hefur ástríðuna, þránna og andann, þá eru þér allir vegir færir, þú getur spilað við bestu liðin og veitt þeim samkeppni. Við sýndum það og sönnuðum í dag."

„Við fengum heppnina með okkur en ef einhver hópur af leikmönnum á það skilið, þá er það þessi hópur."

„Ég er svo ótrúlega stoltur," sagði Wagner.

Wagner gerði vini sínum Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, greiða með því að ná stigi af Chelsea í kvöld. Nú þarf Chelsea að vinna sinn leik og treysta á að Liverpool tapi fyrir Brighton í lokaumferðinni til þess að ná síðasta Meistaradeildarsætinu.

„Við höfum gert Jurgen Klopp greiða, það er það minnsta sem þú getur gert fyrir góðan vin. Við munum fagna í kvöld, og á morgun."

Huddersfield fær Arsenal í heimsókn í lokaumferðinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner