Önnur umferðin í Inkasso-deildinni kláraðist á laugardaginn og lið 2. umferðar er tilbúið. ÍR-ingar eiga flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni eftir 2-0 útisigur gegn Selfyssingum.

Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis í 3-1 útisigri Fram gegn Þrótti. Fred var einnig frábær í liði Fram og þá er Pedro Hipolito þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur.
Arnar Már Guðjónsson fór fyrir liði ÍA í 1-0 útisigri gegn Þór en þar átti Steinar Þorsteinsson einnig góða spretti.
Sveinn Óli Birgisson varnarmaður Magna var maður leiksins þrátt fyrir 3-1 tap gegn Haukum. Magnamenn voru níu gegn ellefu lengst af í leiknum.
Ingiberg Ólafur Jónsson, varnarmaður HK var maður leiksins í jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík og þeir Andri Fannar Freysson og Magnús Þór Magnússon voru bestir þegar nýliðar Njarðvíkur unnu Leikni R. á útivelli.
Fyrri lið umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir