Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. maí 2018 13:36
Ingólfur Stefánsson
Leik Njarðvíkur og Þórs frestað til mánudags
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Viðureign Njarðvíkur og Þórs í Inkasso deildinni sem átti að fara fram í dag klukkan 14:00 hefur verið frestað til mánudagsins 21. maí klukkan 17:00.

Því er aðeins einn leik­ur á dag­skrá í deild­inni í dag en leikur Magna og Víkings Ólafsvíkur hófst klukkan 13:00 og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Njarðvíkingar sem komu upp úr 2. deildinni fyrir tímabilið hafa farið vel af stað og eru með 4 stig úr fyrstu tveimur leikjunum.

Þórsarar eru aftur á móti er með eitt stig úr fyrstu tveim leikjunum eftir jafntefli gegn Haukum og tap gegn ÍA.

Talsvert hefur verið um frestanir á leikjum vegna veðurs í vikunni en leik KR og Breiðabliks og leik Keflavíkur og Fjölnis var frestað um einn dag á fimmtudag.

Athugasemdir
banner
banner