"Ég er mjög sáttur með frammistöðu liðsins og hjá mér sjálfum það er alltaf ánægjulegt að taka þrjú stig," sagði Pape Mamadou Faye leikmaður Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn gegn Haukum í kvöld
Lestu um leikinn: Haukar 0 - 1 Víkingur Ó.
Það kom mörgum á óvart að sjá Pape í byrjunarliði Víkinga í dag og fáir sem höfðu hugmynd um hvað hann hefur verið að gera síðastliðna mánuði.
„Ég er búinn að vera heima hjá í Senegal og var þar í hálft ár. Ég á fullt af ættingjum þar og gömlum vinum og var duglegur að æfa þarna."
Það héldu allir að Pape væri á leiðinni í Kórdrengina á lokadegi félagskiptagluggans
„Ég fékk boð frá þeim og hugsaði þetta aðeins og tók þá ákvörðun að fara til þeirra en síðan var fólk sem er náið mér og þykir vænt um mig sem ráðlögðu mér að gera það ekki þetta væri ekki réttu skrefinn og væri skref niður á við."
Pape leit vel út í kvöld en hann segist hafa tekið sig aðeins í gegn út í Senegal
„Ég var ekkert að gera vitleysu í Senegal, eftir áramót tók ég mig á og sagði við sjálfan mig að ég ætlaði að vera duglegur að æfa og það gæti hvaða tilboð sem er komið og það er ástæðan fyrir því að ég gat spilað 90 mínútur í dag."
Athugasemdir