Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 25. maí 2018 21:18
Orri Rafn Sigurðarson
Pape: Fólk sem er náið mér ráðlagði mér að skipta ekki
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er mjög sáttur með frammistöðu liðsins og hjá mér sjálfum það er alltaf ánægjulegt að taka þrjú stig," sagði Pape Mamadou Faye leikmaður Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn gegn Haukum í kvöld

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  1 Víkingur Ó.

Það kom mörgum á óvart að sjá Pape í byrjunarliði Víkinga í dag og fáir sem höfðu hugmynd um hvað hann hefur verið að gera síðastliðna mánuði.

„Ég er búinn að vera heima hjá í Senegal og var þar í hálft ár. Ég á fullt af ættingjum þar og gömlum vinum og var duglegur að æfa þarna."

Það héldu allir að Pape væri á leiðinni í Kórdrengina á lokadegi félagskiptagluggans

„Ég fékk boð frá þeim og hugsaði þetta aðeins og tók þá ákvörðun að fara til þeirra en síðan var fólk sem er náið mér og þykir vænt um mig sem ráðlögðu mér að gera það ekki þetta væri ekki réttu skrefinn og væri skref niður á við."

Pape leit vel út í kvöld en hann segist hafa tekið sig aðeins í gegn út í Senegal

„Ég var ekkert að gera vitleysu í Senegal, eftir áramót tók ég mig á og sagði við sjálfan mig að ég ætlaði að vera duglegur að æfa og það gæti hvaða tilboð sem er komið og það er ástæðan fyrir því að ég gat spilað 90 mínútur í dag."
Athugasemdir
banner
banner