Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 22. maí 2005 08:11
Magnús Már Einarsson
Spámaður 2.umferðar (Heimir Karlsson)
Heimir Karlsson.
Heimir Karlsson.
Mynd: Sýn
Við á Fótbolti.net ætlum í sumar að reyna að fá þekktan einstakling til að spá í leiki umferðarinnar í efstu deild karla.

Einstaklingarnir fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.

Til að spá í 2.umferð fengum við Heimi Karlsson umsjónarmann Ísland í Bítið á Stöð 2 og starfsmann í Boltanum með Guðna Bergs. Heimir skorar á Hilmar Björnsson dagskrárstjóra Sýnar til að spá í leiki 3.umferðarinnar.


Spá Heimis fyrir 2.umferð

Grindavík – FH 0-3
Með vel skipulögðum leik og fullri einbeitingu þar til flautað er til leiksloka geta Grindvíkingar í mesta lagi náð jafntefli. Ég er ekki viss um að FH-ingar séu alveg vaknaðir eftir vetrardvalann eins og sást á leik þeirra í Keflavík, en engu að síður held ég að styrkur liðsins sé einfaldlega of mikill fyrir Grindavík og spái ég því FH sigri.

ÍBV – Keflavík 2-0
Allir sem leikið hafa í efstu deild og þurft að leika gegn Eyjamönnum í Eyjum vita að þar hafa heimamenn ávallt forskot í byrjun leiks. Ég held að þetta forskot dugi þeim í þessu tilfelli því Keflvíkingar virkuðu ekki nógu sannfærandi gegn FH-ingum í fyrstu umferð. Eyjamenn vinna 2-0

Þróttur – Fylkir 1-1
Ég hef trú á Þrótturum. Í liðinu sýnist mér blunda mikil leikgleði og leikmenn liðsins virðast bæði skapandi og skynsamir eins og þjálfarinn þeirra. Fylkismenn eru sterkir en ég held að leikgleðin hafi betur í fyrri hálfleik en reynslan segi til sín í þeim síðari. Eftir að hafa leitt í hálfleik held ég að Þróttarar missi leikinn í jafntefli.

KR – Fram 1-2
Þarna mætast skemmtileg lið sem ég spái að berjist um titilinn ásamt FH-ingum í sumar. Snjallir leikmenn og snjallir þjálfarar. KR-ingar eru ekki enn komnir í gang en það eru Frammarar hinsvegar og því spái ég þeim sigri.

Valur – ÍA 2-0
Þetta er leikur sem við Guðni Bergs höfum beðið eftir. Þjálfarar liðanna eru með þeim klókari í bransanum. Valsmenn á mikilli uppleið og leikurinn verður því erfiður fyrir Skagamenn. Já, of erfiður.
Athugasemdir
banner