Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. maí 2018 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Stjarnan óð í færum en náði bara jafntefli
Fjórða jafntefli Stjörnunnar
Stjörnumenn geta ekki verið sáttir með byrjun sína.
Stjörnumenn geta ekki verið sáttir með byrjun sína.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán virðir væntanlega stigið.
Óli Stefán virðir væntanlega stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 1 - 1 Grindavík
0-1 René Joensen ('32 )
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan gerði sitt fjórða jafntefli í sex leikjum er liðið fékk Grindavík í heimsókn í Pepsi-deild karla í kvöld. Stjarnan er með einn sigur í fyrstu sex leikjunum, en af þessum sex leikjum hafa fimm þeirra verið heimaleikir. Þetta gæti orðið dýrt þegar líður á mótið.

Stjarnan fékk Grindavík í heimsókn í Garðabæinn í kvöld og lenti undir á 32. mínútu þegar Færeyingurinn Rene Joensen skoraði. Markið kom gegn gangi leiksins, en Stjörnumenn höfðu verið betri.

Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en vörn Grindvíkinga stóð vel að venju.

Tölfræði fyrri hálfleiksins:
Marktilraunir: Stjarnan 13 - 3 Grindavík
Skot á markið: Stjarnan 3 - 2 Grindavík
Hornspyrnur: Stjarnan 8 - 2 Grindavík

Stjarnan hélt áfram sinni pressu í seinni hálfleik en náði ekki að skora fyrr en á 79. mínútu. Markið gerði varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftir hraða sókn.

Markið var verðskuldað, en meira var það ekki. Grindvíkingarnir eflaust sáttari við stigið en Stjörnumenn.

Grindavík er með 11 stig eftir sex umferðir en Stjarnan sjö stig. Stjarnan hefur lokið fimm heimaleikjum og einungis náð í einn sigur eins og segir hér að ofan.

Síðasti leikur kvöldsins er í gangi. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner