„Ég er mjög ánægður með stigið miðað við hvernig þetta spilaðist. Stjörnumenn voru stórkostlegir í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.
Kristijan Jajalo er tognaður á læri og verður frá í viku til tíu daga. Maciej Majewski leysti hann af hólmi og varði ótrúlega vel en Stjörnumenn fengu fjölda færa.
„Maja er frábær markvörður. Hann er á sínu þriðja ári og hefur beðið eftir þessu tækifæri. Hann var svo sannarlega klár í dag. Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."
Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka vatnsbrúsa inn á völlinn í síðari hálfleiknum.
„Hann kenndi mér um því að vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann þegar hann var að mótmæla. Auðvitað eigum við ekki að gera þetta. Þetta er ekki okkur sæmandi," sagði Óli sem ætlar að hafa vatnsbrúsann á öðrum stað í næsta leik. „Ég hef hann utan sparkfæris," sagði Óli léttur.
Kristijan Jajalo er tognaður á læri og verður frá í viku til tíu daga. Maciej Majewski leysti hann af hólmi og varði ótrúlega vel en Stjörnumenn fengu fjölda færa.
„Maja er frábær markvörður. Hann er á sínu þriðja ári og hefur beðið eftir þessu tækifæri. Hann var svo sannarlega klár í dag. Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."
Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka vatnsbrúsa inn á völlinn í síðari hálfleiknum.
„Hann kenndi mér um því að vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann þegar hann var að mótmæla. Auðvitað eigum við ekki að gera þetta. Þetta er ekki okkur sæmandi," sagði Óli sem ætlar að hafa vatnsbrúsann á öðrum stað í næsta leik. „Ég hef hann utan sparkfæris," sagði Óli léttur.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Grindavík
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir