Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 27. maí 2018 21:36
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægður með stigið miðað við hvernig þetta spilaðist. Stjörnumenn voru stórkostlegir í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Kristijan Jajalo er tognaður á læri og verður frá í viku til tíu daga. Maciej Majewski leysti hann af hólmi og varði ótrúlega vel en Stjörnumenn fengu fjölda færa.

„Maja er frábær markvörður. Hann er á sínu þriðja ári og hefur beðið eftir þessu tækifæri. Hann var svo sannarlega klár í dag. Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka vatnsbrúsa inn á völlinn í síðari hálfleiknum.

„Hann kenndi mér um því að vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann þegar hann var að mótmæla. Auðvitað eigum við ekki að gera þetta. Þetta er ekki okkur sæmandi," sagði Óli sem ætlar að hafa vatnsbrúsann á öðrum stað í næsta leik. „Ég hef hann utan sparkfæris," sagði Óli léttur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grindavík

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner