Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. maí 2018 21:36
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægður með stigið miðað við hvernig þetta spilaðist. Stjörnumenn voru stórkostlegir í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Kristijan Jajalo er tognaður á læri og verður frá í viku til tíu daga. Maciej Majewski leysti hann af hólmi og varði ótrúlega vel en Stjörnumenn fengu fjölda færa.

„Maja er frábær markvörður. Hann er á sínu þriðja ári og hefur beðið eftir þessu tækifæri. Hann var svo sannarlega klár í dag. Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka vatnsbrúsa inn á völlinn í síðari hálfleiknum.

„Hann kenndi mér um því að vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann þegar hann var að mótmæla. Auðvitað eigum við ekki að gera þetta. Þetta er ekki okkur sæmandi," sagði Óli sem ætlar að hafa vatnsbrúsann á öðrum stað í næsta leik. „Ég hef hann utan sparkfæris," sagði Óli léttur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grindavík

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner