Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   sun 27. maí 2018 21:36
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægður með stigið miðað við hvernig þetta spilaðist. Stjörnumenn voru stórkostlegir í dag," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Kristijan Jajalo er tognaður á læri og verður frá í viku til tíu daga. Maciej Majewski leysti hann af hólmi og varði ótrúlega vel en Stjörnumenn fengu fjölda færa.

„Maja er frábær markvörður. Hann er á sínu þriðja ári og hefur beðið eftir þessu tækifæri. Hann var svo sannarlega klár í dag. Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd."

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka vatnsbrúsa inn á völlinn í síðari hálfleiknum.

„Hann kenndi mér um því að vatnsbrúsinn minn var fyrir framan hann þegar hann var að mótmæla. Auðvitað eigum við ekki að gera þetta. Þetta er ekki okkur sæmandi," sagði Óli sem ætlar að hafa vatnsbrúsann á öðrum stað í næsta leik. „Ég hef hann utan sparkfæris," sagði Óli léttur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grindavík

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir