„Þetta var að minnsta kosti einn besti leikur minn síðan ég kom til Íslands," sagði markvörðurinn Maciej Majewski við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli Grindavíkur og Stjörnunnar í kvöld.
Maja var frábær í marki Grindavíkur í kvöld en hann fékk tækifærið í fjarveru Kristijan Jajalo sem er meiddur. Jajalo kom til Grindavíkur árið 2016 eftir að Maja sleit hásin.
„Meiðsli gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Kristijan kom og stóð sig vel. Ég beið eftir mínu tækifæri og ég gat bætt mig í dag."
Maja var frábær í marki Grindavíkur í kvöld en hann fékk tækifærið í fjarveru Kristijan Jajalo sem er meiddur. Jajalo kom til Grindavíkur árið 2016 eftir að Maja sleit hásin.
„Meiðsli gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Kristijan kom og stóð sig vel. Ég beið eftir mínu tækifæri og ég gat bætt mig í dag."
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Grindavík
Maja var maður leiksins og fær þrjú stig í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hann fékk einnig harðfisk í verðlaun.
„Ég elska þetta. Sonur minn og fjölskylda líka. Ég er mjög glaður," sagði Maja sáttur með harðfiskinn.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Maja meðal annars um pólska markverði.
Athugasemdir