Árið 1978 gerðist margt merkilegt en einna merkilegasta fyrir stuðningsmenn Liverpool var að þeir unnu meistaradeildina það árið með 1-0 sigri á Club Brugge.
Hér fyrir neðan berum við saman árin 1978 og 2005. Og það kemur í ljós að þessi ár eiga ýmislegt sameiginlegt og samkvæmt " '78 kenningunni" ætti Liverpool að leggja AC Milan að vell á miðvikudaginn en hvað verður kemur í ljós á miðvikudagskvöldið.
1978
Þáverandi Páfi lætur lífið.
Wales vinnur Grand Slam keppnina í rugby
Liverpool tapaði í úrslitum deildabikarsins gegn liðinu sem síðar fagnaði enska meistaratitlinum (Nott. Forest.)
Og Liverpool vann meistaradeildina eftir 1-0 sigur á Club Brugge.
2005
Jóhannes Páll Páfi lét lífið.
Wales vann Grand Slam keppnina í Rugby.
Liverpool tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins, sem urðu Englandsmeistarar.
Liverpool vinnur meistaradeildina???
Athugasemdir