1.deildarlið KS frá Siglufirði er að fá liðsstyrk því á morgun mun Aleksandar Lazarevic koma til landsins er þess að vænta að hann verði í leikmannahópi liðsins um næstu helgi.
Lazarevic leikur ýmist í vörninni og á miðjunni en hann þykir sterkur leikmaður. KS ætlar að styrkja leikmannahóp sinn enda er hann frekar fámennur.
KS á að leika gegn HK í 3.umferð 1.deildar og á leikurinn að fara fram á Siglufjarðarvelli. Hinsvegar eru nú líkur á því að leikjum liðanna verði víxlað þannig að leikurinn í 3.umferð fari fram á heimavelli HK í Kópavogi og þegar að liðin mætast í 12.umferð muni leikurinn vera á Siglufirði.
Ástæðan fyrir því að leikjunum verði líklega víxlað er sú að Siglufjarðarvöllur er ekki í góðu ástandi og er því varla leikfær en skýrast ætti á næstunni hvort af þessu verði.
Heimildir: Heimasíða KS
Athugasemdir