Blikar unnu í dag sinn fyrsta sigur í Pepsi deild karla síðan 12.maí þegar liðið vann Grindavík 2-0 á blautum og erfiðum Grindavíkurvelli.
Með sigrinum jafna Blikar Grindavík að stigum í töflunni koma sér aftur á skrið í deildinni eftir magra uppskeru upp á síðkastið.
Með sigrinum jafna Blikar Grindavík að stigum í töflunni koma sér aftur á skrið í deildinni eftir magra uppskeru upp á síðkastið.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Breiðablik
„Þetta var mjög kærkomið og við stóðum okkur bara nokkuð vel í þessum leik fannst mér svona heilt yfir. Við vorum skipulagðir og mættum vel skipulögðu liði svo þetta snerist um að halda boltanum við erfiðar aðstæður, blautt gras, rigning og smá rok en lykilatriðið var að klára og vinna leikinn 2-0“.
Blikar voru skeinuhættir fram á við allan leikinn og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk en var Gústi ánægður með sóknarleikinn?
„Sem þjálfari biður maður ekki um mikið meira en að skora tvö mörk og halda hreinu. Það er frábært“.
Elfar Freyr miðvörður Blika þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í seinni hálfleik bárust þær fréttir að hann hefði verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.
„Já hann fór héðan i sjúkrabíl og ég held að viðbeinið hafi farið úr lið eða axlarlið svo við verðum að fylgjast vel með honum núna framundan en leiðinlegt atvik."
Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir