Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. júní 2018 09:02
Magnús Már Einarsson
Guðni bjartsýnn á að Heimir framlengi - Plan B Klárt
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er bjartsýnn á að Heimir Hallgrímsson framlengi samning sinn eftir HM í Rússlandi. Heimir verður samningslaus eftir HM en hann ætlar þá að skoða hvaða möguleikar verða í boði.

„Við höfum ekkert rætt saman nýverið. Núna erum við bara að fókusa á HM," sagði Guðni fyrir æfingu landsliðsins í Gelendzhik í dag.

„Við höfum rætt málin oftar en einu sinni, ég og Heimir. Það er góður skilningur okkar á milli. Ég hef skilning á hans stöðu og hann okkar."

„Ég er bjartsýnn á það að við náum saman eftir mót en við erum ekki ein með þessa ákvörðun hjá KSÍ. Þetta er líka ákvörðun Heimis og þetta veltur líka á ytri aðstæðum, hvort hann fái mögulega mjög spennandi tilboð."


Guðni segist vera tilbúinn með plan B ef Heimir ákveður að róa á önnur mið.

„Við erum með plan B og C. Við erum búin að hugsa um það eðlilega. Við tökumst á við það ef þörf krefur," sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner