Haraldur Freyr Guðmundsson var í gær valinn í A-landslið karla í knattspyrnu í fyrsta sinn. Þessi 23 ára gamli varnarmaður gekk til liðs við Aalesund FK í janúar en vakti verðskuldaða athygli með Keflavík um síðasta sumar. Við heyrðum í Haraldi sem var að vonum ánægður með að vera kominn í landsliðið.
Kom þér á óvart að vera valinn í landsliðið á þessum tímapunkti?
Ég vissi að ef ég væri að standa mig herna í Noregi þá ætti eg möguleika á sæti í liðinu, en jú auðvitað kom þetta skemmtilega á óvart.
Voru landsliðsþjálfararnir búnir að kíkja á leik með þér svo þú vitir til?
Nei ekki svo ég viti til, veit allavega þá ekki hvaða leik þeir komu á en heyrði af einhverjum þvælingi hjá þeim hérna í Noregi um daginn
Hafa þeir rætt eitthvað við þig um valið á þér, veistu hvort þú fáir að spila?
Nei það verður örugglega bara gert þegar að hópurinn kemur saman. En ég er staðráðinn að nýta mitt tækifæri ef eg fæ það.
Er þetta ekki gríðarlega stórt stökk fyrir þig að fara í atvinnumennsku og verða valinn í landsliðið á rétt rúmlega hálfu ári?
Jú kannski en vissulega hef ég tekið framförum með því að geta einbeitt mer 100% af boltanum herna úti, fæ að kljást við betri leikmenn og boltinn er hraðari þannig að maður tekur framförum.
Hvernig hefur þér gengið síðan þú gekkst í raðir Aalesund?
Það hefur gengið mjög vel hja mér persónulega. Klúbburinn er lítill og heimilislegur og það hefur ekki verið mikið mál að koma sér fyrir hérna. Reyndar hefur okkur ekkert gengið alltof vela að plokka inn stig það sem af er móti en eg hef fulla trú að það fari að koma hjá okkur .
Þú hefur fengið frábæra dóma í Noregi með liðinu, er þetta ekki að ganga vonum framar?
Jú vissulega hefur gengið vel, þetta er bara eitthvað sem maður stefndi á að komast í liðið og svo er bara að halda áfram. Hvort ég fæ goða dóma í blöðunum skiptir mig ekki miklu máli, maður veit alltaf best sjálfur hvort maður spila vel eða illa.
Hvernig hafa stuðningsmennirnir tekið á móti þér?
Þeir hafa tekið mer mjög vel ,og erum við án nokkurs vafa með bestu stuðningsmenn í Noregi. Það er góð tilfinning að labba inná völlinn okkar fyrir framan stuðningsmenn okkar. Bærinn hérna er með einhverskonar fótboltaveiki og gjörsamlega elskar fótboltaliðið sitt og það snýst allt um boltann hér í þessum bæ.
Hvernig er að vera atvinnumaður í Noregi, er þetta eintómur dans á rósum?
Það er bara ágætt, ég hef það allavega mjög gott, en af sjálfsögðu er þetta ekki bara dans á rósum, það er æft stíft og þá sérstaklega á undirbúningstímabilinu. Núna þegar að tímabilið er byrjað þá er minna um erfiðar æfingar en á móti er leikjaálagið meira.
Hvernig hefur þér gengið að aðlagast?
Það hefur í raun gengið mjög vel stákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og eins stuðningsmennirnir, er búin að koma mér vel fyrir og líður bara vel hérna í Aalesund.
Er mikill munur á aðstöðunni hjá Aalesund og svo Keflavík þar sem þú varst áður?
Já ég myndi segja það, umhverfið er allt annað. Það sem skilur mest á milli almennt heima og svo það sem gerist í atvinnumennskunni er að í kringum liðið og klúbbinn eru menn á fullum launum,en eru að gera þetta í sjálfboðarvinnu heima(allavega hja Keflavik). Hjá Keflavik er samt staðið vel að málum og reyna þeir að gera þetta eins faglega og þeir geta.og eiga þeir menn sem standa í þessari sjálfboðarvinnu hrós skilið.
Fylgistu með íslenska boltanum eftir að þú fórst út?
Já eg fylgist mikið með boltanum heima í gegnum neitð, maður sér fótboltakvöld og les svo þessar helstu frettir á Fótbolta.net
Hvað finnst þér um stöðu mála hjá þínu gamla félagi Keflavík?
Mér finst staðan ágæt þar. Liðið hefur mist marga leikmenn frá því í fyrra. Eftir var samt góður kjarni og hefur liðið svo fengið marga góða leikmenn til sín. Ég hef engar áhyggjur af því að Keflavik standi sig ekki vel. Eigum KR á morgun heima og þeir vinna þann leik eins og vanalega þegar KR kemur í heimsokn.
Hvers saknarðu mest frá Íslandi?
Ég sakna vina minna og fjölskyldu mest
Við höfum heyrt af áhuga hollenskra liða á þér, hefur þú heyrt eitthvað af því?
Já ég hef eitthvað heyrt af því . Ég einbeiti mér bara að því að spila fyrir Aalesund og ef eithvað annað kemur upp á borðið í sumar eða seinna þá skoðar maður það þá.
Hefðirðu áhuga á að fara í hollenskt lið?
Ég er alltaf tilbúinn að skoða allt og Holland er örugglega mjög góður kostur.
Hver eru þín markmið til framtíðar?
Vera heill heilsu, bæta mig sem knattspyrnumaður og gera það sem mér finnst skemmtilegast. Spila fótbolta
Athugasemdir