Velsku meistararnir TNS hafa boðist til að höggva á þann hnút sem hefur myndast varðandi þátttöku Liverpool í Meistaradeildinni að ári. Þeir vilja gefa nýkrýndum Evrópumeisturum Liverpool tækifæri til að spila við sitt lið um sæti í 1. umferð Meistaradeildarinnar
Lausnin sem Mike Harris stjórnarformaður TNS býður er einn leikur á milli félaganna um sæti í forkeppninni, en TNS á þar sæti nú þegar. Harris er þó ekki að þessu af góðmennskunni einni saman því félagið fengi væntanlega meiri tekjur og auglýsingu af þessum eina leik en af hefðbundinni þátttöku sinni í keppninni, en liðið féll út í 1. umferð í fyrra gegn eistnesku liði.
"Við erum tilbúnir að skoða þessa leið með opnum huga," sagði Harris. "Svona leikur fengi mikla fjölmiðlaumfjöllun og væri góð auglýsing fyrir deildina okkar um allar Bretlandseyjar. Þessi leikur gæti gert okkar félagi gott og með smá heppni gætum við jafnvel lagt þá (Liverpool) að velli.
Við erum tilbúnir að framkvæma þetta samþykki velska knattspyrnusambandið, enska knattspyrnusambandið og UEFA þetta fyrir sitt leyti og þetta skemmi ekki fyrir möguleikum velskra liða í úthlutun á sætum í keppninni í framtíðinni," sagði Harris.
Athugasemdir