Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 29. maí 2005 07:51
Magnús Már Einarsson
Spámaður 4.umferðar - Guðni Bergsson
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Við á Fótbolti.net ætlum í sumar að reyna að fá þekktan einstakling til að spá í leiki umferðarinnar í efstu deild karla. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar spáði fyrir okkur í síðustu umferð og hann fékk alls 4 stig af 15 mögulegum eða jafnmörg stig og sjónvarpsmaðurinn Heimir Karlsson fékk fyrir spá sína fyrir 2.umferð.

Hilmar giskaði á hárrétta markatölu í leik FH og ÍBV sem fór 3-0 og þá hafði Hilmar réttan sigurvegara í leik ÍA og Grindavíkur.

Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.

Guðni skorar á Þorgrím Þráinsson til að spá í 5.umferð.


KR - FH 1-2
Þetta er toppslagur og athyglisverður leikur. FH-ingar hafa virkað sterkir í byrjun en KR-ingar hafa verið köflóttir. FH hefur einnig haft tak á KR undanfarin ár svo ég spái þeim sigri.

Grindavík - ÍBV 1-1
Botnbaráttan í algleymingi. Ég held að það verði hart barist, bæði lið ætla sér sigur ég held að þau verði að skilja sátt við jafntefli, 1-1.

ÍA - Fylkir 1-0
Ég held að heimavöllurinn geti haft það. Ólafur vinur minn Þórðarson er þekktur fyrir að hafa harðsnúin og baráttuglöð lið og Skaginn er með eitt slíkt þó mannskapurinn er kannski ekki eins stekur og oft áður. Fylkismenn hafa átt misjöfnu gengi að fagna, þeir voru t.d óheppnir gegn KR en ég held að heimavöllurinn hafi þetta, 1-0 fyrir ÍA.

Valur - Fram 2-0
Gömlu Reykajvíkurstórveldin, leikir þessara liða hafa verið hörkuleikir og mikil barátta enda hafa þau oft tekist á. Framarar hafi farið vel á stað. þó ekki eins vel og mínir menn og ég held að þeir sigriþetta 2-0.

Þróttur R. - Keflavík 2-1
Ég veit að gamli landsliðsþjálfarinn, Ásgeir Elíasson er ekki sáttur við byrjun Þróttara og ég tel að það búi meira í þeim. Keflvíkingar eru með marga skemmtilega leikmenn en misstu því miður Ingva Rafn (Guðmundsson) í meiðsli um daginn. Þeir eru með skemmtilegt lið en ég tel Þróttarana vinna þennan leik 2-1.


Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner