Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   fös 22. júní 2018 12:25
Magnús Már Einarsson
Volgograd
Martin Keown: Held að Ísland fari áfram
Icelandair
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil samheldni hjá liðinu og stuðningsmönnum og það verður gaman að sjá leikinn í dag," sagði Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, um íslenska landsliðið en hann lýsir leiknum gegn Nígeríu á BBC í dag.

Ísland getur stigið stórt skref í átt að 16-liða úrslitum með sigri í dag og Keown er spenntur að sjá leikinn.

„Það er smá pressa á þeim. Mér finnst þeir vera sigurstranglegri í dag. Nígeríumenn hafa verið í vandræðum. Ég sá þá spila gegn Englandi fyrir mótið og þeir virkuðu ekki sannfærandi."

„Leikmenn hafa ekki verið að spila í réttum stöðm. Obi Mikel er að spila framarlega á miðjunni og Ighalo er einmanna frammi. Þið þurfið líklega helst að fylgjast með (Victor) Moses. Hann er hraður og kraftmikill. Ég veit ekki hvort (Alex) Iwobi spili en það eru góðar fréttir fyrir ykkur ef hann verður á bekknum."


Lykilatriði að Gylfi spili vel
Keown segir lykilatriði að Gylfi Þór Sigurðsson eigi góðan leik í dag.
„Gylfi getur snúið vörn í sókn. Hann hleypur án bolta og er með gæði. Hann er mikilvægur fyrir ykkur því hann er skapandi og gefur liðinu von. Þið þurfið líklega að skora í dag svo hann verður mikilvægur í dag."

Spáir Íslandi áfram
„Ég held að Ísland fari áfram en þetta er svo jafnt í þessum riðli. Þetta veltur mikið á leiknum milli Íslands og Króatíu. Það á nóg eftir að gerast," sagði Keown og bætti við um íslenska liðið. „Þetta er ótrúlegur árangur. Þið eruð 300 þúsund sem er eins og íbúafjöldi Leicester eða Coventry á Englandi. Allir vilja spila fótbolta og það er yndislegt að sjá þetta,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner