„Í fyrsta lagi, vitum við það?" svaraði Heimir Hallgrímsson þegar hann var spurður að því hvort að það truflaði undirbúning hans fyrir leikinn gegn Króatíu, að þjálfari Króatíu hafi sagt að hann ætli að hvíla leikmenn í leiknum gegn Íslandi.
Króatía er með sex stig að loknum tveimur leikjum og eru komnir áfram í 16-liða úrslit, sama hvernig leikurinn gegn Íslandi fer á þriðjudaginn.
Króatía er með sex stig að loknum tveimur leikjum og eru komnir áfram í 16-liða úrslit, sama hvernig leikurinn gegn Íslandi fer á þriðjudaginn.
„Það er fundur hjá okkur um Króatíu í kvöld og uppleggið er að við stillum upp þeirra sterkasta liði. Við vitum hvernig Króatía spilar. við stillum síðan upp öllum hinum sem ekki hafa verið að byrja bara til að sýna strákunum að liðið er ótrúlega sterkt og þá eyðum við þeirri umræðu," sagði Heimir sem segir það ekki skipta nokkru máli þó að Króatía hvíli einn, tvo eða sjö leikmenn.
„Þeirra leikmenn eru að spila í bestu liðum í heimi og það breytir ekki miklu í króatíska liðinu þó svo að þeirra frægustu nöfn séu ekki að spila. Þessi leikur er þannig fyrir okkur að við erum upp við vegg og við höfum engu að tapa. Þó svo að við fengjum tíu gul spjöld, tvö rauð spjöld þá skiptir það ekki neinu máli fyrir okkur."
„Við munum berjast fyrir öllu og svo sjáum við til hverju það skilar okkur í lok leiks. Við vitum að við erum ekki í bestu stöðunni í riðlinum en við höfum engu að tapa. Við munum fórna öllu í þessum leik," sagði Heimir en Ísland þarf á sigri að halda í leiknum gegn Króatíu og að treysta á að Argentína vinni Nígeríu með sama eða minni markafjölda en Ísland gegn Króatíu.
Leikur Íslands og Króatíu fer fram í Rostov á þriðjudaginn.
Viðtalið við Heimi má sjá hér að neðan.
Athugasemdir