„Ef við komumst áfram í 16-liða úrslit yrði það líklega stærsta afrekið í stuttri sögu íslenska landsliðsins," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
Ísland getur komist áfram í 16-liða úrslit HM með sigri gegn Króatíu á morgun og hagstæðum úrslitum í leik Nígeríu og Argentínu.
Ísland getur komist áfram í 16-liða úrslit HM með sigri gegn Króatíu á morgun og hagstæðum úrslitum í leik Nígeríu og Argentínu.
„Einungis helmingur af liðunum kemst í 16 liða úrslit. Fyrir þjóðir eins og Argentína, Portúgal og Þýskaland væri áfall að komast ekki áfram."
„Ef við komumst áfram í 16-liða úrslit yrði það líklega stærsta afrekið í sögu íslenska landsliðsins. Það setur þetta í samhengi fyrir okkur og aðra. Það sýnir hversu mikið það myndi þýða fyrir okkur og fyrir þjóðina."
Spurningin kom frá erlendum fjölmiðlamanni sem spurði hvernig stemningin yrði á Íslandi þegar liðið fer áfram.
„Ég kann vel við jákvæðnina," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir spurninguna.
Athugasemdir