Manchester United hafa samið við hollenska landsliðsmarkvörðinn Edwin van der Sar til næstu tveggja og mun ganga til liðs við félagið 1. júlí að því gefnu að hann komist í gegnum læknisskoðun.
Ljóst var að United ætlaði að fá sér nýjan markvörð eftir að Roy Carroll fór frá félaginu í lok maí. Van der Sar er landsliðsmarkvörður Holendinga og hefur leikið 95 landsleiki.
Hann gekk í raðir Fulham frá Juventus á 5 milljónir punda í ágúst 2001 og lék þar 153 leiki þar til hann var nú seldur til Manchester United á upphæð sem hefur ekki veirð gefin upp. Hann var orðaður við United í janúar en samdi þá við Fulham til sumarsins 2006 í staðinn.
Van der Sar er fyrstu kaup Manchester United í sumar eða frá því Malcolm Glazer eignaðist félagið. Hann mun líklega fara í keppnisferð liðsins til austurlanda í júlí. Auk hans er markvörðurinn bandaríski Tim Howard hjá félaginu en hann samdi nýlega til ársins 2009.
Athugasemdir