Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. júní 2005 10:32
Magnús Már Einarsson
Spámaður 5.umferðar - Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Við á Fótbolti.net ætlum í sumar að reyna að fá þekktan einstakling til að spá í leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Guðni Bergsson spáði í leiki 2 umferðar og fékk 2 stig af 15 mögulegum. Hann giskaði rétt á sigurvegara í leik KR og FH sem og leik Vals og Fram.

Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.


Staðan í keppninni:
1-2. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
1-2. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
3. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig


Rithöfundurinn og gamla kempan Þorgrímur Þráinsson spáir í 5.umferð en Guðni Bergsson skoraði á hann. Þorgrímur skorar á Dóru Stefánsdóttur knattspyrnukonu úr Val að spá í 6.umferð en við skulum kíkja á hvernig hann spáir 5.umferð.


Fram - ÍA 1-2
Bæði lið eru með óásættanleg sex stig eftir 4 umferðir. Óli Þórðar (Kægill) lætur hnefana tala á hliðarlínunni á meðan nafni hans Kristjánsson (landsliðsþjálfari 2010) er öllu rólegri enda alinn upp hjá FH. Jafntefli eru líklegustu úrslitin en ég held að Skaginn komi á óvart og taki þetta. Óli brosir í kassabílnum á bakaleiðinni -- með 3 stig í rassvasanum.

FH - Þróttur 2-0
Hafnarfjarðarisinn er enn glaðvakandi og dottar varla á næstu árum ef fram heldur sem horfir. Þróttarar ná yfirleitt ágætum samleik en þeir ættu að vita að langflest mörk eru skoruð eftir hraðar sóknir. Menn fá ekkert fyrir 20 sendingar á milli miðju og varnar. FH heldur fluginu áfram enda Óli og Leifur ein skemmtilegasta þjálfarablanda í heimi. Real Madríd ætti að kaupa þá.

ÍBV - KR 1-1
Það verður ekki auðvelt fyrir Magnús Gylfason vin minn frá Ólafsvík að fara í ljónagryfjuna til Eyja með nokkra fyrrum Eyjaleikmenn í hópnum. Þetta verður stál í stál og jafnt frá fyrstu mínútu. Bæði lið eiga töluvert inni og þótt ÍBV hafi ekki enn náði stigi á liðið eftir að spjara sig. KR mun sigla upp á við í rólegheitum ef stjórnarmenn sýna þolinmæði.

Keflavík - Valur 0-1
Valur er með bestu vörnina í deildinni (ásamt FH) og nokkra af áhugaverðustu leikmönnum Landsbankadeildarinnar. Keflavík skartar líka flottum spilurum og Guðjónslausir hafa þeir leikið vel. Mínir menn er með sjálfstraustið í lagi, skynsamir, sterkir og flottir karakterar og þeir sætta sig ekki við neitt annað en sigur. Valur er að hefja sig til flugs.

Fylkir - Grindavík 2-1
Þorlákur þjálfari Fylkir hefur verið svo duglegur í ræktinni að Fylkir hlýtur að hafa þetta. Grindavíkingar eru um það bil að vakna eftir vetrardvala, með góðan þjálfara og vel leikandi lið sem mun spjara sig í sumar. Fylkir er alltaf á barminum með að ná upp sigurhefð og stöðugleika. Slíkt ætti að takast á næstu árum og ég tel að heimavöllurinn ráði úrslitum.


Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner