Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 13. júní 2005 14:49
Hafliði Breiðfjörð
Gerrard: ,,Boltinn er hjá Liverpool"
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að hann sé vongóður um að ganga frá framtíð sinni hjá félaginu áður en næsta leiktíð hefst. Gerrard sem er 25 ára gamall hefur margoft verið orðaður frá félaginu en segir að hann muni ræða við félagið í lok júní og í byrjun júlí.

,,Boltinn er hjá Liverpool núna. Ég er tilbúinn að tala og bíð eftir að þeir láti vita af sér," sagði Gerrard við Sky Sports í dag.

Liverpool hefur ekki viljað tjá sig um framtíð leikmannsins en Chelsea, AC Milan og Real Madrid eru meða liða sem hafa verið orðuð við hann. Gerrard vill sjálfur hinsvegar vera áfram á Anfield:

,,Auðvitað, já, ég á enn tvö ár eftir. Við höfum ekki rætt um nýjan samning ennþá og ég veit ekki hversu lengi viðræður munu standa. En því fyrr sem þeir byrja, því ég vil að framtíð mín verði ljós þegar tímabilið byrjar."
Athugasemdir
banner
banner