Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 15. júní 2005 10:02
Magnús Már Einarsson
Spámaður 6.umferðar - Dóra Stefánsdóttir
Valsstúlkur fagna marki
Valsstúlkur fagna marki
Mynd: Fótbolti.net - Hugi Halldórsson
Fótbolti.net hefur í sumar fengið þekkta einstaklinga til að spá um leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Þorgrímur Þráinsson spáði í leiki 5. umferðar og fékk 5 stig af 15 mögulegum sem er besti árángurinn í þessum létta leik okkar í sumar. Hann giskaði á rétta markatölu í leik Fylkis og Grindavíkur og á rétta sigurvegara í leik FH og Þróttar sem og leik Keflavík og Vals.

Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.


Staðan í keppninni:
1. Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) 5 stig
2-3. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
2-3. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
4. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig


Dóra Stefánsdóttir knattspyrnukona úr Val spáir í leiki 6.umferðar en Þorgrímur Þráinsson skoraði á hana. Dóra skorar á Hermann Gunnarsson eða "Hemma Gunn" til að spá í leiki 7.umferðarinnar.


Valur 1 - 1 FH
Leikur umferðarinnar er spilaður á Hlíðarenda í dag. Bæði lið með full hús stiga og því von á spennandi leik. Mínir menn búnir að standa sig frábærlega í sumar og spila skemmtilegan fótbolta. FH liðið er líka mjög sterkt og með frábæra leikmenn í öllum stöðum. Ég spái stórmeistarajafntefli, 1-1 þar sem Matti skorar fyrir Val og Tryggvi laumar einu inn fyrir FH.

ÍA 1 - 0 Keflavík
Keflvíkingar steinlágu í síðasta leik og mæta örugglega brjálaðir upp á Skaga og ætla sér að gera betur. Ég held samt að ÍA vinni þennan leik, 1-0.

Fylkir - Fram 2-0
Fylkismenn voru heppnir að taka öll þrjú stigin í síðasta leik. Ég trúi því að þeir taki sig saman í andlitinu og vinni sannfærandi sigur 2-0 í Árbænum fyrir framan fullt af áhorfendum.

Grindavík 1 - 2 KR
KR-ingar hafa verið í bölvuðum vandræðum með að skora mörk í sumar pg það verður spennandi að sjá hvernig þeir ætla að leysa það mál á móti Grindavík. Spái KR-ingum samt sigri, 2-1 þar sem Grétar setur allavegana eitt.

Þróttur 1 - 3 ÍBV
ÍBV fylgir eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð og vinnur þennan leik 3-1. Held að ÍBV sé að komast í gang eftir heldur dapra byrjun.


Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) - 5 stig
Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner