Rick Parry stjórnarformaður Liverpool vonast til þess að samningaviðræður við Steven Gerrard geti hafist "í nánustu framtíð". Fyrirliði Liverpool sagði í síðustu viku að hann væri tilbúinn í viðræðurnar og biði aðeins eftir því að fá fundinn með forráðamönnum liðsins.
Bæði Gerrard og Parry vilja klára málið fyrir tímabilið en sá síðarnefndi sagði þetta við opinbert vefsetur Liverpool: "Við munum ekki setja einhver tímamörk á viðræðurnar. En líkt og Stevie viljum við leysa málið fyrr en siðar. Við vonumst til þess að viðræður geti hafist í allra nánustu framtíð."
Þá er talið að Rafael Benítez hafi gert Dirk Kuyt framherji Feyenoord að sínu aðal skotmarki í sumar. Talið er að Feyenoord vilji fá um 10 milljón punda fyrir kappann en Benítez vonast til að lækka það verð.
Athugasemdir