Fótbolti.net hefur í sumar fengið þekkta einstaklinga til að spá um leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Dóra Stefánsdóttir spáði í leiki 6. umferðar og fékk ekkert stig af 15 mögulegum.
Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.
Staðan í keppninni:
1. Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) 5 stig
2-3. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
2-3. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
4. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig
5. Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) 0 stig
Dóra skoraði á Hermann Gunnarsson eða Hemma Gunn til að spá í leiki 7.umferðarinnar. Spá Hermanns má sjá hér að neðan en hann skorar á Eyjólf Sverrisson þjálfara U-21 árs karlalandsliðs okkar Íslendinga til að spá í leiki 8.umferðar.
KR 2 - 1 Þróttur
Þróttararnir hafa verið að sækja í sig veðrið undir stjórn Ásgeirs þess frábæra þjálfara. KR-ingar hafa leikið talsvert undir getu en hafa hinsvegar verið að skapa sér svolítil tækifæri og hafa líklega fengið tækifæri með sigri í bikarkeppninni þó það hafi ekki verið besta liðið á Íslandi sem þeir lögðu. Heimavöllurinn skiptir máli þarna og ég held að KR-ingarnir eigi meira inni. Þetta verður hörkuleikur en það fer 2-1 fyrir KR.
Fram 2 - 1 Grindavík
Það er eiginlega sömu sögu að segja. Grindvíkingarnir hafa farið rólega af stað. Ég sá þá einmitt á heimavelli á móti KR. Það eru batamerki í þeirra liði. Framararnir hafa ekki ennþá náð að sýna sínar bestu hliðar. Þetta verður mjög jafn leikur. Grindavík hefur oft gengið vel á móti Fram en ég hallast að því að þarna verði sama upp á teningnum, heimavöllurinn ráði og það fer 2-1 fyrir Fram.
Keflavík 2 - 3 Fylkir
Þetta eru liðin í 3-4.sæti. Fylkismenn svolítið misjafnir, hafa verið að spila vel á köflum og áttu skilið hugsanlega að vera með fleiri stig. Keflavík, þetta er mikið baráttulið og þeir hafa verið líka á uppleið. Ég held að Fylkismenn hafi betur. Þetta verður fjörugur leikur sem fer 3-2 fyrir Fylki, þá komast þeir einir í þriðja sætið.
FH 3 - 0 ÍA
Skagamenn hafa átt í talsverðum vandræðum það sem af er sumri. Fengu nú líklega ágætt sjálfstraust með því að gera jafntefli við þetta finnska lið í Intertoto keppninni á dögunum. Þeir eru að byggja upp nýtt lið og það segir svolítið að Skagamenn séu ekki orðaðir við allra efstu sætin, það er óvenjulegt í íslenskum fótbolta. FH er með besta liðið í deildinni líklega. Þeir eru einfaldlega of góðir fyrir Akranes og þetta verður leikur upp á 3-0.
ÍBV 1 - 2 Valur
Þetta er geysilega erfiður leikur vegna þess að Vestmannaeyjingarnir hrukku í gang og unnu KR á sínum heimavelli. Það vita allir að Hásteinsvöllurinn í Eyjum er erfiður fyrir útilið á meginlandinu að sækja heim. Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik fyrir FH þar sem reynsluleysi sagði svolítið til sín því þar verið er að byggja upp nýtt lið á Hlíðarenda. Þetta lið í öðru sæti og Vestmannaeyjingarnir í neðsta sæti. Þetta verður hörkubarátta og Valur vinnur 2-1 og heldur sér þannig í toppbaráttunni með FH. Leiðinleg þjóðhátíðargjöf frá Valsmönnum til ÍBV.
Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) - 0 stig
Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) - 5 stig
Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir