Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 22. júní 2005 14:28
Magnús Már Einarsson
Kaladze væntanlega ekki til Chelsea
Mynd: Magnús Már Einarsson
Georgíski vinstri bakvörðurinn Kakha Kaladze mun líklega ekki fara frá AC Milan til Chelsea eins og útlit var fyrir. Miklar líkur voru á að Kaladze færi til enska liðsins en nú hafa samningaviðræður siglt í strand og óvíst hvort Chelsea hækki boð sitt þar sem liðið nældi í spænska vinstri bakvörðinn Asier Del Horno í gær.

,,Kaladze fer ekki til Chelsea. Það er munur á milli okkar verðs og tilboði þeirra." Sagði Adriano Galliani hjá AC Milan.

Chelsea var talið ætla að borga 8 milljónir punda fyrir Kaladze þó hann eigi einungis eitt ár eftir af samningi sínum við liðið. Nú virðist hinsvegar eins og fyrr segir allt hafa siglt í strand.

Galliani og félagar hjá AC Milan vonast þó til að þetta hafi ekki áhrif á það hvort Milan fái að hafa Hernan Crespo áfram á láni frá Chelsea en það ætti að koma í ljós næstu daga.
Athugasemdir
banner