Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   sun 26. júní 2005 11:36
Magnús Már Einarsson
Crystal Palace hlær af tilboði Everton í Johnson
Andy Johnson.
Andy Johnson.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Simon Jordan formaður Crystal Palace hefur nánast gert grín að 6 milljóna punda tilboði Everton í framherjann Andy Johnson. Hinn 24 ára gamli Johnson skoraði 21 mark í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en það dugði þó ekki til að bjarga Crystal Palace frá falli.

Jordan sagði við News of the World: ,,Hvað heldur Bill Kenwright formaður Everton að hann geti fengið fyrr 6 milljónir punda? Æfingaföt Andy Johnson. Andy mun hefja tímabilið með Crystal Palace. Fyrir utan allt annað þá hljómar það passar það viðskiptalega."

,,Til hvers að taka tilboði upp á 10 milljónir punda í hann ef við getum grætt 25 milljónir punda með því að komast aftur í úrvalsdeildina. Fyrsti leikurinn okkar gegn Luton hljómar ekkert alltof heillandi en við ætlum að koma strax aftur. Okkar besti möguleiki til að gera það er með Andy"

Athugasemdir
banner