Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 27. júní 2005 11:05
Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar frá í 2-3 vikur
Andri Fannar í gær
Andri Fannar í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Andri Fannar Ottósson leikmaður Fram verður frá keppni næstu tvær til þrjár vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leik liðsins gegn Keflavík í áttundu umferð Landsbankadeildarinnar í gær. Andri Fannar er með trosnuð liðbönd eða tögnun á vinstri fæti en nú er orðið ljóst að hann brotnaði ekki.

Andri Fannar hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins það sem af er en hann er í nýju hlutverki á kantinum hjá Fram og hefur verið að njóta sín vel þar.

Hann hefur spilað alla 8 leiki Fram á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner