Rick Parry stjórnarformaður Liverpool er vongóður um það að Steven Gerrard fari ekki frá liðinu. Í gær bárust þær fregnir að viðræður milli liðsins og fyrirliðans gengu illa og "ekki væri líklegt að þær myndu hefjast að nýju" samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Samkvæmt slúðurmiðlum hefur Chelsea boðið 32 milljónir punda í Gerrard.
Liverpool vilja að sjálfsögðu ekki missa piltinn sem hefur áður gefið það út að hann vilji vera áfram á Anfield. Samningaviðræðurnar hefðu átt að vera formsatriði miðað við það sem Parry segir um peninga, að þeir komi málinu alls ekkert við.
Parry svaraði blaðamönnum um orðróminn sem hófst í gær: "Rafa vill að Stevie verði hér áfram og hann gæti ekki gert það öllu skýrara" sagði Parry. "Við vonum að enn sé hægt að laga þetta. Við höfum alltaf viljað halda Steven. Við höfum aldrei gefið það til kynna að við vildum selja hann.
Peningar skipta engu máli. Það eru engin fjárhagsvandræði hvað varðar samninginn hjá Steven svo allar sögur um annað eru rangar."
Mjög spennandi verður að sjá hvað úr verður en líklegt er að ekki líði á löngu þar til yfirlýsing frá leikmanninum sjálfum komi fram. Heimasíðan YNWA.tv sem er ein helsta stuðningsmannasíða Liverpool hefur þegar greint frá því að Gerrard verði áfram hjá liðinu.
Sjá einnig:
Gerrard á förum frá Liverpool?
Gerrard mun ekki hefja viðræður við Liverpool á ný
Benítez: Gerrard gæti orðið næsti stjóri Liverpool
Athugasemdir