Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 05. júlí 2005 19:09
Hafliði Breiðfjörð
Rush: Mikil vonbrigði fyrir Liverpool ef Gerrard fer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Rush var mikið spurður um málefni Steven Gerrard og Liverpool á blaðamannafundi sem var haldinn á Hótel Nordica í dag. Rush var kominn hingað til lands að kynna stórmót sem hann heldur í samstarfi við Icelandair.

,,Ég vona enn að Gerrard verði áfram. Ég trúi því enn," sagði Rush.

,,Ég hef heyrt af fréttum dagsins en ekki heyrt þær ítarlega. En það verða mikil vonbrigði fyrir Liverpool ef þeir missa hann."

,,Ég talaði við hann um síðustu helgi í brúðkaupi Michael Owen en hef ekki heyrt í honum síðan fyrir um viku síðan. Við ræddum þessi mál ekki en hann var bara ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner