Fótbolti.net hefur í sumar fengið þekkta einstaklinga til að spá í leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Einar Kárason rithöfundur spáði í leiki 9.umferðar og fékk eitt stig af 15 mögulegum en hann giskaði á réttan sigurvegara í leik Þróttar og Vals.
Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.
Staðan í keppninni:
1. Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) 5 stig
2-4. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
2-4. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
2-4. Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) 4 stig
5-6. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig
5-6. Hermann Gunnarsson (7.umferð) 2 stig
7. Einar Kárason (9.umferð) 1 stig
8. Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) 0 stig
Einar skoraði á Daníel Helgason fyrrum leikmann ÍA til að spá í leiki 10.umferðar. Því miður náðist ekki í Daníel en í hans stað fengum við annan Skagamann, Sigurð Jónsson þjálfara Víkings R. og hefur hann spáð í leiki 10.umferðar. Spá Sigurðar má sjá hér að neðan en hann skorar á Daníel að spá í 11.umferðina.
FH - Keflavík 3-1
Er einhver sem stoppar FH-inga á þessu skriði? Ég sé það ekki í fljótu bragði. Mjög erfiður leikur fyrir Keflvíkinga. 3-1 fyrir FH.
ÍBV - Fram 2-2
Þetta er leikur upp á líf og dauða fyrir Vestmannaeyjinga í þeirri stöðu sem þeir eru . Framararnir eins og þeir eru þeir þurfa að fara að komast aftur á réttan kjöl. Þvílík barátta sem þessi leikur verður. Það verður ekki gefin tomma eftir í Vestmannaeyjum hvorki af Vestmannaeyjingunum eða Frömurunum. Þetta er hlaðið spennu og taugaveiklun. Ég spái að það verði 2-2 jafntefli.
KR - Fylkir 1-2
Við erum nýbúnir að spila á móti KR og þeir hafa vægast sagt verið ósannfærandi í þessum leikjum allt mótið. Fylkismenn eru með sterkt lið og ég spá því að Fylkir vinni þennan leik. Það er mikið af meiðslum í herbúðum KR-inga og hópurinn ekki neitt svakalega breiður.
Grindavík - Valur 1-1
Ég býst við að þetta verði erfiður leikur fyrir Valsmenn. Þeir töpuðu á móti FH en komust aftur á skrið í deildinni og bikarnum. Ég hef trú á að það verði 1-1 jafntefli.
Þróttur R. - ÍA 1-2
Það verður mjög athyglisverður leikur. Það verður gaman að sjá hvaða breytingar verða á Þróttaraliðinu með tilkomu vinar míns (Atla Eðvaldssonar), hvaða áherslubreytingar verða og hvernig það kemur út. Skagamenn, það er búin að vera stígandi í þeirra leik og þeir hafa verið að koma til eftir slaka byrjun. Ég hef trú á að þeir sé á réttu róli og liðin hjá Óla (Þórðar) hafa verið að koma oft upp á seinni hlutanum og ég held að þeir séu að komast í gírinn og það verði 2-1 fyrir Skagann.
Einar Kárason (9.umferð) - 1 stig
Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) - 4 stig
Hermann Gunnarsson (7.umferð) - 2 stig
Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) - 0 stig
Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) - 5 stig
Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir